Fréttir

KARLAR TIL ÁBYRGÐAR

Fimmtudaginn 30. ágúst verður haldin í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku ráðstefna um karla og ofbeldi í nánum samböndum. Á ráðstefnunni verður kynnt norska verkefnið Alternative to violence, auk þess sem íslenskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni.

Nýtt Jafnréttisráð skipað

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað níu manna Jafnréttisráð í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Skipunin gildir til næstu alþingiskosninga.

Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum

Við styrkúthlutun er haft eftirfarandi að leiðarljósi: Skilyrði fyrir styrk er að verkefni séu kvennaverkefni þ.e. unnin af konum og fjalli um málefni kvenna. Að þessu sinni verður áherslan á ritstörf, ritgerðir eða rannsóknir, einkum um þjóðfélagsmál er varða konur. Einnig koma til greina ferðastyrkir til framhaldsrannsókna á ofangreindu sviði.

Vændi á Norðurlöndum rannsakað

Nú í ágúst hefst vinna við verkefni á vegum Norrænu rannsóknarstofnunarinnar í kvenna- og kynjafræðum (NIKK) sem nefnist Vændi á Norðurlöndum. Um er að ræða eins árs rannsóknarverkefni sem sett var af stað að frumkvæði norrænu jafnréttisráðherranna.

Vefsíða Evrópuverkefnis opnuð

Vefsíða Evrópuverkefnisins Tea for two, sem nefnt hefur verið Jafnréttisvogin á íslensku, hefur nú verið opnuð. Vefsíðan er á ensku og á henni má finna upplýsingar um verkefnið, sem er fjölþjóðlegt og undir stjórn Jafnréttisstofu.

Skipun í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur skipað Kristínu Ástgeirsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Skipun þessi er til fimm ára frá og með 1. september nk.

Karlar til ábyrgðar - ráðstefna

Í tilefni Árs jafnra tækifæra mun Jafnréttisstofa standa að ráðstefnunni Karlar til ábyrgðar. Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 30. ágúst í Kornhlöðunni í Reykjavík frá klukkan 9 til 16 og verður dagskráin tvískipt.

Ný skýrsla ESB um launamun kynjanna

Samkvæmt rannsóknum Evrópusambandsins eru tekjur kvenna í Evrópu að meðaltali 15% lægri en karla. Ný skýrsla sem kom út í vikunni bendir á leiðir sem Evrópusambandslöndin eru hvött til að nota til þess að vinna gegn launamun kynjanna. Launamunurinn hefur varla breyst á síðasta áratug.

Mest jafnrétti í finnsku ríkisstjórninni

Ný ríkisstjórn í Finnlandi getur státað af heimsmeistaratitli í jafnrétti. Tólf af tuttugu ráðherrum, eða 60%, eru konur. Finnar fóru því fram úr Svíum við síðustu stjórnarmyndum, en þeir áttu gamla metið sem var 52%.

Reynsla foreldra í fæðingaorlofi

Í nýlegri rannsókn sem Bryndís Jónsdóttir vann í tengslum við mastersritgerð sína í mannauðstjórnun er reynsla fólks í fæðingaorlofum könnuð. Þar kemur meðal annars fram að þriðjungur kvenna og tíundi hver karlmaður hættir störfum að loknu fæðingarorlofi.