Í vikunni gaf Hagstofa Íslands út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum kosninga til Alþingis, sem fram fóru 12. maí 2007. Þar kemur meðal annars fram að kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla, eða 83,9% á móti 83,3% hjá körlum. Frá og með þingkosningunum 1995 hefur þátttaka kvenna í þingkosningum verið örlítið meiri en karla, en fram að því var þátttaka karla meiri.
18.01.2008
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í síðasta mánuði að breyta mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í mannréttindaráð. Tilgangur breytingarinnar er að gefa mannréttindamálum aukið vægi innan stjórnsýslu borgarinnar.
17.01.2008
Samstarfshópurinn Allar heimsins konur boða til ráðstefnu miðvikudaginn 23. janúar 2008 á Grand Hótel. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á stöðu kvenna í heimi hnattvæðingar og efla umræðuna hér á landi. Sérstök áhersla er á að raddir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi heyrist.
16.01.2008
Tryggvi R. Jónsson, MA í mannauðsstjórnun, Albert Arnarson, MA í vinnu- og skipulagssálfræði og Haukur Freyr Gylfason, MA í sálfræði munu halda erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. janúar kl. 12:00 í Háskólabíói, sal 4. Í erindinu kynna þeir rannsókn sína um launamun kynjanna.
15.01.2008
Launamunur kynjanna mælist nú aðeins þrjú prósent hjá Akureyrarbæ, ef marka má niðurstöður nýrrar launakönnunar sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri gerði. Þetta kom fram á málþinginu Kynbundinn launamunur aðferðir til úrbóta, sem Jafnréttisstofa hélt á Hótel KEA í gær. Yfir 70 manns mættu á fundinn og spunnust líflegar umræður að erindunum loknum.
18.12.2007
Jafnréttisstofa óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fullt starf til tólf mánaða. Um er að ræða nýtt og spennandi þróunarverkefni á sviði jafnréttismála og jafnréttisfræðslu. Staðan var áður auglýst 7. nóvember og er auglýst aftur vegna aukningar á starfshlutfalli.
13.12.2007
Í tilefni af 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi boðar Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar til málþings um hvernig borgaryfirvöld geti spornað við ofbeldi gegn konum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhús Reykjavíkur föstudaginn 7. desember milli kl. 13:30 og 17:00.
13.12.2007
Síðastliðið sunnudagskvöld var sérstök aukasýning á leikritinu Ökutímum eftir Paulu Vogel. Jafnréttisstofa og Leikfélag Akureyrar efndu til þessarar aukasýningar í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í lok sýningarinnar voru umræður undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra LA, og Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. Þátttakendur í umræðunni voru María Reyndal leikstjóri, leikhópur leiksýningarinnar, Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, starfskonur Aflins og leikhúsgestir.
13.12.2007
Jafnréttisstofa í samstarfi við Evrópuár jafnra tækifæra og félagsmálaráðuneytið efnir til málþings um kynbundinn launamun og aðferðir til úrbóta, þann 17. desember kl. 12-13:15 á Hótel KEA.
11.12.2007
Fimmtudaginn 6. desember eru liðin 25 ár frá því að Kvennaathvarfið opnaði. Í tilefni af því býður Kvennaathvarfið til sigurhátíðar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður dagskráin tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum. Reynt verður að varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningarbrotum starfskvenna og dvalarkvenna í gegn um tíðina auk þess sem sýnt verður brot úr kynningarmyndbandi um Kvennaathvarfið sem verið er að vinna.
06.12.2007