Fréttir

Konur um heim allan: Samstaða og samvinna

UNIFEM efnir til opins fundar laugardaginn 8. mars kl. 12:00-13:30 í stofu 105 Háskólatorgi Háskóla Íslands. Utanríkisráðherra Líberíu, Olubanke King Akerele, verður heiðursgestur á fundinum sem Háskóli Íslands býður til í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Auk King Akerele munu Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Joanne Sandler, starfandi aðalframkvæmdastjóri UNIFEM í New York og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafa framsögu.  Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK við HÍ og Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki og formaður undirbúningsnefndar um stofnun alþjóðlegs jafnréttisskóla, stjórna umræðum.

Viðburðir í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í því tilefni verða ýmsir viðburðir á dagskrá hér á landi. Þar á meðal má nefna ráðstefnu um launajafnrétti, hádegisrabb um nýju jafnréttislögin og ráðstefnu á Akureyri um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Einnig verða Zontakonur með söfnun um land allt fyrir Stígamót.

Bleik orka á Akureyri - Ráðstefna

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars, verður ráðstefna um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ráðstefnan verður í Ketilhúsinu á Akureyri og stendur frá 10 til 16. Um er að ræða fjölbreytta dagskrá þar sem staða jafnréttismála verður skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Á meðal fyrirlesara eru Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Ráðstefnan er öllum opin.

Fiðrildaganga Unifem og BAS - gegn kynbundnu ofbeldi

Í tilefni af Fiðrildaviku efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Gengið verður miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00 frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Fyrir göngunni fara 12 þjóðþekktir einstaklingar í góðum takti með kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur. Göngunni lýkur svo með uppákomu á Austurvelli.

Mannréttindavika Menntaskólans í Kópavogi

Menntaskólinn í Kópavogi í samstarfi við jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar heldur mannréttindaviku þessa daganna. Í fyrra var haldin jafnréttisvika og nú er um að ræða mannréttindaviku. MK hefur unnið markvíst að jafnréttismálum undanfarin ár og fékk meðal annars viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2007.

Nýjar álitsgerðir kærunefndar jafnréttismála

Kærunefnd jafnréttismála hefur sent frá sér þrjár nýjar álitsgerðir það sem af er árinu. Varða þær stöðuveitingu, stöðubreytingu og starfslokasamninga. Í öllum tilfellum taldi kærunefndin að ekki hefði verið brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Ný jafnréttislög, til hvers? - hádegisrabb Jafnréttisstofu

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna býður Jafnréttisstofa upp á hádegisrabb, föstudaginn 7. mars, klukkan 12-13:00, í húsakynnum Jafnréttisstofu, Borgum, 3. hæð. Starfsfólk Jafnréttisstofu mun halda stutta kynningu á nýju jafnréttislögunum og ræða hvaða áhrif þau geta haft á framtíð jafnréttismála. Í boði verða léttar veitingar. Allir eru velkomnir.

Ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla samþykkt á Alþingi

Í dag voru samþykkt á Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem ætlað er að leysa af hólmi eldri lög um sama efni. Í lögunum er að finna ýmis nýmæli auk þess sem einstaka ákvæði eldri laga eru skýrð nánar.

Aðferðir til að ná launajafnrétti - ráðstefna 6. mars

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, bjóða samtök launafólks og Jafnréttisstofa til ráðstefnu. Þema ráðstefnunnar er: aðferðir til að ná launajafnrétti - kostir, gallar og nýjar hugmyndir. Ráðstefnan er haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, fimmtudaginn 6. mars, kl. 13:00-16:15.

Málþing um launamun kynjanna

Þrír starfshópar sem félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra skipuðu í lok árs 2007 til þess að benda á leiðir til að draga úr kynbundnum launamun bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um þetta viðfangsefni. Málþingið verður haldið í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í Reykjavík klukkan 15-17,föstudaginn 29. febrúar 2008.