Fimmtíu ár eru liðin frá því að Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri Kópavogs fyrst kvenna á Íslandi. Þessara tímamóta var minnst með opnun örsýningar í Bókasafni Kópavogs miðvikudaginn 4. júlí. Við þetta tækifæri var jafnréttisviðurkenning Kópavogs einnig afhent.
05.07.2007
Í tilefni af Evrópuári jafnra tækifæra hefur verið ákveðið að veita styrki úr sérstökum verkefnasjóði til verkefna sem hafa það markmið að vinna að almennri og víðtækri vitundarvakningu í samfélaginu um mismunun á grundvelli kyns, öldrunar, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar og trúar. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr verkefnasjóðnum.
03.07.2007
Margrét María Sigurðardóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu 1. júlí nk., en hún hefur verið skipuð umboðsmaður barna frá þeim tíma. Margrét María hefur verið framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá 1. nóvember 2003.
02.07.2007
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heimsótti Jafnréttisstofu í morgun. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri, og Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, mættu með Jóhönnu. Þetta var fyrsta heimsókn Jóhönnu á Jafnréttisstofu eftir að hún tók við sem félagsmálaráðherra.
02.07.2007
Forsætisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði. Um er að ræða rannsóknarsjóð og er tilgangur hans að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis.
28.06.2007
Í tilefni dagsins var Jafnréttisstofa með opið hús. Það ríkti sönn hátíðarstemning og litu gestir á öllum aldri við. Tekið var á móti fólki með sumarlegum veitingum og skálað var í bleikum svaladrykk. Var tækifærið notað til þess að ræða almennt um jafnréttismál og einnig var rýnt í nýútgefinn jafnréttisgátlista og nýútkomið tölublað 19. júní.
20.06.2007
Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2004-2008 var forsætisráðuneytinu falin útgáfa jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu. Jafnréttisgátlistinn er leiðbeinandi spurningalisti sem ætlaður er öllum þeim sem koma að opinberri stefnumótun.
20.06.2007
Opið hús á jafnréttisstofu kl. 13-15. Boðið verður uppá bleikar veitingar í tilefni dagsins.
19.06.2007
Fimmtudaginn 21. júní, kl. 12 í sal Þjóðminjasafns Íslands verður haldið upp á opnun nýs vefs Kvennaslóða.
18.06.2007
Jafnréttisstofa býður gestum og gangandi í opið hús þann 19. júní n.k. kl. 13-15.
15.06.2007