Fréttir

Jafnréttisvika í MK

Menntaskólinn í Kópavogi hefur verið með jafnréttisviku dagana 12-15 mars og er aðaldagur jafnréttisvikunnar í dag. Boðið er upp á skemmtidagskrá með kynjaívafi, en á meðal skemmtiatriða er kynjagrín Steins Ármanns og innlegg frá meðlimum Botnleðju. Auk þess munu nemendur kynna verkefni tengd jafnrétti.

Fæðingar- og foreldraorlof á Íslandi

Í nýrri skýrslu Ingólfs V. Gíslasonar er greint frá niðurstöðum rannsóknar um fæðingarorlof feðra hér á landi og þeim samfélagslegu áhrifum sem það hefur haft. Þátttaka feðra í fæðingarorlofi nemur um 90 prósentum og vafalaust eru fleiri feður en nokkru sinni fyrr virkir við umönnun barna sinna.

Ávarp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Ávarp ASÍ, BHM, KÍ, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu í tengslum við fund þeirra Máttur á milli landa - beislum mannauðinn. Þar er meðal annars fjallað um framlag kvenna og karla af erlendum upprunna til íslensks samfélags.

Til hamingju með daginn!

Jafnréttisstofa vill nota tækifærið og minna á allar þær skemmtilegu uppákomur sem eru skipulagðar í tilefni dagsins. En þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Frumvarp til jafnréttislaga

Í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá því að jafnréttislög tóku gildi skipaði félagsmálaráðherra sumarið 2006 þverpólitíska nefnd til að endurskoða efni laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nefndin hefur lokið störfum og skilað lagafrumvarpi sem er ætlað að stuðla frekar að jafnrétti kynjanna.

Jafnrétti kynjanna í sveitarstjórnum

Á félagsvísindatorgi hjá Háskólanum á Akureyri, á morgunn, mun Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu fjalla um stöðu kynjanna í sveitastjórnum á íslandi og jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.

Máttur á milli landa - beislum mannauðinn!

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, KÍ, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa til fundar á Grand Hótel.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á öllum þá fjölbreyttu atburðum sem haldnir verða í tilefni dagsins. Nánar má lesa um þá á atburðadagatali okkar.

Íslenska leiðin að jafnrétti kynjanna

Íslenska ríkið og nokkur frjáls félagsamtök standa saman að sér íslenskum hliðar viðburði í tengslum við Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar verður fjallað um nokkrar leiðir sem Ísland hefur farið til að ná fram jafnrétti.

Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna í New York

Í dag halda Ísland, Danmörk og Noregur hliðarviðburð í tengslum við fundinn. Viðburðurinn ber yfirskriftina The Nordic Father: Role Model for a Caring Male? Fyrir hönd Íslands opnar Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra viðburðinn og Ingólfur V. Gíslason segir frá íslensku fæðingarorlofslöggjöfinni og áhrifum hennar á íslenskt samfélag.