Fréttir

Ísland skorar hátt á alþjóðlegum lista

Fjögur Norðurlandanna fimm tróna efst á lista í alþjóðlegri könnun sem gerð var á jafnrétti kynjanna. Svíþjóð er í efsta sæti, þá koma Noregur, Finnland og Ísland.

Tvö ný álit kærunefndar jafnréttismála birt

Málin sem um ræðir eru mál nr. 8/ 2006 og nr. 8/2005.

16 dagar Í 16 ár: eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum

Þann 25. nóvember verður 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi ýtt úr vör í 16 sinn. Þetta er alþjóðlegt átak sem miðar að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðning fyrir fórnarlömb ofbeldis.

Lokaskýrsla FOCUS verkefnisins komin út

Lokaskýrsla Evrópuverkefninu FOCUS, Fostering Caring Masculinities er verkefnisins komin út. Í henni má finna helstu rannsóknarniðurstöður ásamt samanburð milli þátttökulandanna. Einnig hafa verið gefnar út skýrslur fyrir hvert land fyrir sig.

Norðurlönd tækifæranna - í þínu næsta nágrenni.

Árið 2007 munu Finnar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.

Feður í samfélagi nútímans

Í tilefni af fyrsta feðradeginum á Íslandi, heldur Félag ábyrgra feðra, í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofu, ráðstefnu um stöðu feðra og barna á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica, sunnudaginn 12. nóvember, húsið opnar kl. 13:45.

Launajafnrétti... árið 2588?

Félagsmálaráðherra og Rannsóknarsetur í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst efna til málþings um launajafnréttismál næstkomandi föstudag 3. nóvember frá kl. 14 til 16. Meðal þátttakenda eru reyndir stjórnendur úr atvinnulífinu, fulltrúar launþega á almennum markaði og fulltrúar hins opinbera.

Konur, friður og öryggi.

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ávarp á opnum fundi öryggisráðs SÞ, fimmtudaginn 26. október sl., um ályktun öryggisráðsins nr. 1325 (2000) um konur, frið og öryggi.

Kynja- og jafnréttissjónarmið við fjárlagagerð

Skýrslan sem nú er komin út kynnir niðurstöðu þriggja ára verkefnis sem öll norðurlöndin komu að. Fjármálaráðherrar landanna og ráðherrar ábyrgir fyrir jafnréttismálum hafa tekið þátt í þróun verkefnisins, skipst á hugmyndum og reynslu sinni þegar kemur að samþættingu jafnréttissjónarmiða í fjárlagagerð.

Karlar ? jafnrétti og velferð

Norræn ráðstefna um karla, karlmennskur og jafnrétti kynjanna verður haldin í Osló í 6. febrúar. Markmið hennar er að taka saman fimm ára samstarf um karla, karlmennskur og jafnrétti einnig á að ræða framhald samstarfsins.