Fréttir

Jafnréttisstofa óskar samkynhneigðum til hamingju

Í dag ganga í gildi lög sem leiðrétta réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi. Samkynhneigðir hafa um nokkurt skeið verið eini hópurinn sem íslensk lög mismuna.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2005 komin út

Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu árið 2005

Gallup kannar vinnuskipti fyrir Jafnréttisráð

Í apríl og maí síðastliðnum kannaði Gallup fyrir Jafnréttisráð, tíðni og ástæður vinnuskipta karla og kvenna. Niðurstöður könnunarinnar eru aðgengilegar hér.

Spánn fer nýja leið til að auka hlut kvenna

Nú hafa spænsk fyrirtæki 8 ár til þess að koma hlutfalli kvenna í stjórnum sínum upp í 40%.

Tvær áhugaverðar ráðstefnur í haust

Ungt fólk, kynferði og klám á Norðurlöndum, í Noregi og Gender Budgeting ráðstefna i Finnlandi.

Ný heimasíða Jafnréttisráðs

Jafnréttisráð hefur opnað nýja síðu sem er beintengd síðu Jafnréttisstofu hér efst á síðunni. Þar má finna fundargerð síðasta fundar ráðsins en þar koma fram ýmsar áhugaverðar upplýsingar úr bankageiranum.

Heimsókn frá Eistlandi

Starfsfólk frá ýmsum jafnréttisstofnunum Eistlands hefur dvalið hér á landi síðustu daga.

Dagskrá 19. júní

Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Af því tilefni ætlum við að mála bæinn bleikan þann 19. júní næstkomandi.

Málum bæinn bleikan

Íslenskir jafnréttissinnar hvetja alla til þess að sýna stuðning við jafnrétti kynjanna með því að bera eitthvað bleikt á sér á kvenréttindadaginn 19. júní.

Nýjum áfanga í jafnréttisbaráttunni náð

Jafnréttisstofa vekur athygli á því að Framsóknarflokkurinn er nú fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka til að ná jöfnum hlutföllum kynjanna í ráðherrahópi sínum.