Fréttir

Jafnréttismál og sveitarstjórnir

Kvenréttindafélag Íslands, Jafnréttisstofa og jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar standa fyrir opnum fundi um jafnrétti og sveitarstjórnir.

Klámvæðing og áhrif hennar á börn og unglinga

Málþing á vegum Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum undir titlinum Klámvæðing og áhrif hennar á börn og unglinga, sjálfsmynd, samskipti kynjanna, kynhegðun og kynbundið ofbeldi.

Vændi er ekki íþrótt!

Áskorun undir þessum titli var afhent í þýska sendiráðinu klukkan tvö í dag og fulltrúum KSÍ klukkan þrjú. Þessi áskorun er lögð fram í nafni 14 félagasamtaka sem vilja leggja áherslu á kynlífsiðnaðinn sem fyrligr heimsmeistarakepninni.

Jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar

Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar óskar eftir tilnefningum vegna árlegrar jafnréttisviðurkenningar.

Girl Trouble

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands býður til sýningar á heimildamyndinni Girl Trouble sem gerð er af bandarísku kvikmyndagerðarkonunum Lexi Leban og Lidia Szajko.

Megrunarlausi dagurinn

Þann 6. maí næstkomandi er Alþjóðlegi Megrunarlausi dagurinn. Megrunarlausi dagurinn á rætur sínar að rekja til ársins 1992 en markmið dagsins er að stuðla að aukinni líkamsvirðingu og að meta margbreytileikann.

Yfirstígum óttann

Ráðstefnan ,,Yfirstígum óttann ? stefnan tekin á Forvarnir, fræðslu og heilun!" á vegum Blátt áfram og Barnarverndarstofu verður haldin 4. maí, kl. 9:00 -17:00, í Kennaraháskólanum. Meðal fyrirlesara er Robert E. Longo, MRC, LPC frá bandaríkjunum.

Rannsóknir nemenda á klámi og kynlífi á Íslandi

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti býður til kynningar á rannsókn nemenda í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands á klámi og kynlífi í íslensku samfélagi. Kynningin fer fram laugardaginn 22. apríl kl. 13-16.30 í stofu 101 í Odda.

Jafnréttiskennitala

Samstarfssamningur vegna verkefnisins Jafnréttiskennitala fyrirtækjanna, var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu, þriðjudaginn 11. apríl síðast liðinn.

Konur og stjórnarskráin

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum boðar til umræðufundar um tillögur kvennahreyfingarinnar til stjórnarskrárnefndar vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Fundurinn verður haldinn 21. apríl kl. 12.15.