Fréttir

Hitt FÍ 7. mars

Hitt Femínistafélags Íslands Efni fundarins ad þessu sinni verður launamunur kynjanna

Ályktun landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Árlegur landsfundur jafnréttisnefnda var haldinn í Reykjavík dagana 17.-18. febrúar. Landsfundurinn samþykkti ályktun þess efnis að karlar og konur þyrftu að eiga jafnan hlut í stefnumótun á sveitarstjórnarstiginu.

Nýr vefur Jafnréttisstofu opnar

Jafnréttisstofa opnar nýjan vef í dag, 28. febrúar. Stofan vonast til þess að nýi vefurinn verði þægilegri í notkun og sérstaklega að atburðadagatalið geti nýst áhugasömum til að finna viðburði á sviði jafnréttismála.

Skeggrætt um jafnrétti

Kosningavefur félagsmálaráðuneytisins

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakan kosningavef á vefslóðinni www.kosningar.is en hann er tileinkaður sveitarstjórnarkosningum sem verða haldnar laugardaginn 27. maí 2006.

Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins "Sports, Media and Sterotypes" verður haldin í Reykjavík 20. janúar. Verkefnið samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum.

Málþing Jafnréttisráðs um jöfn laun og sömu kjör

Jafnréttisráð stendur fyrir málþingi um jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Málþingið verður haldið á Hótel Sögu 27. október nk.

Eykur breidd í forystu hagnaðinn?

Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráð halda morgunverðarfund fimmtudaginn 22. september um það hvort fjölgun kvenna í forystu fyrirtækja sé til góðs.

Foreldrar og fæðingarorlofið

23. september nk. stendur lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar, í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands, að ráðstefnu undir yfirskriftinni Foreldrar og fæðingarorlof -ráðstefna um framkvæmd laga nr. 95/2000.

Fimm ára afmæli Jafnréttisstofu

Í dag fagnar Jafnréttisstofa fimm ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins hefur Jafnréttisstofa samþykkt starfsmannastefnu með jafnréttisákvæðum.