Fréttir

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars.

Í tilefni dagsins hafa ýmis frjáls félagasamtök, hagsmunasamtök og stofnanir skipulagt fjölbreytta dagskrá víðsvegar um landið. Sjá nánar á atburðadagatali hér til vinstri. Til hamingju með daginn!

Hitt FÍ 7. mars

Hitt Femínistafélags Íslands Efni fundarins ad þessu sinni verður launamunur kynjanna

Ályktun landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Árlegur landsfundur jafnréttisnefnda var haldinn í Reykjavík dagana 17.-18. febrúar. Landsfundurinn samþykkti ályktun þess efnis að karlar og konur þyrftu að eiga jafnan hlut í stefnumótun á sveitarstjórnarstiginu.

Nýr vefur Jafnréttisstofu opnar

Jafnréttisstofa opnar nýjan vef í dag, 28. febrúar. Stofan vonast til þess að nýi vefurinn verði þægilegri í notkun og sérstaklega að atburðadagatalið geti nýst áhugasömum til að finna viðburði á sviði jafnréttismála.

Skeggrætt um jafnrétti

Kosningavefur félagsmálaráðuneytisins

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakan kosningavef á vefslóðinni www.kosningar.is en hann er tileinkaður sveitarstjórnarkosningum sem verða haldnar laugardaginn 27. maí 2006.

Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins "Sports, Media and Sterotypes" verður haldin í Reykjavík 20. janúar. Verkefnið samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum.

Málþing Jafnréttisráðs um jöfn laun og sömu kjör

Jafnréttisráð stendur fyrir málþingi um jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Málþingið verður haldið á Hótel Sögu 27. október nk.

Eykur breidd í forystu hagnaðinn?

Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráð halda morgunverðarfund fimmtudaginn 22. september um það hvort fjölgun kvenna í forystu fyrirtækja sé til góðs.

Foreldrar og fæðingarorlofið

23. september nk. stendur lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar, í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands, að ráðstefnu undir yfirskriftinni Foreldrar og fæðingarorlof -ráðstefna um framkvæmd laga nr. 95/2000.