Fullt var út úr dyrum á hádegisfundi sem haldinn var á Akureyri í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. Yfirskrift fundarins var „Tæklum þetta! Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar við #MeToo“.
08.03.2018
Í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, kom út bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2018. Það er Hagstofa Íslands sem gefur bæklinginn út í samstarfi við Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytið.
08.03.2018
Jafnréttisþing félags- og jafnréttismálaráðherra og Jafnréttisráðs verður haldið miðvikudaginn og fimmtudaginn 7. – 8. mars 2018 undir yfirskriftinni Útvíkkun jafnréttisstarfs - #metoo og margbreytileiki.
02.03.2018
Viðbrögð Íþróttahreyfingarinnar við #MeToo. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fimmtudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri. Yfirskrift fundarins
02.03.2018
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir Kynjaþingi 2018. Þingið er haldið laugardaginn 3. mars í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og hefst dagskrá klukkan 12
28.02.2018
Innköllun er hafin á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs.
23.02.2018
Starfsfólk Jafnréttisstofu er nú að undirbúa útsendingu á dagatali fyrir 2018. Að þessu standa Jafnréttisstofa og Vinnueftirlitið sameiginlega að útgáfu dagatalsins.
21.02.2018
Jafnréttisstofa er að hefja innköllun jafnréttisáætlana frá íþróttafélögum. Byrjað verður á því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
19.02.2018
Símenntun Háskólans á Akureyri stendur fyrir námskeiðinu Jafnlaunavottun - yfirsýn og fyrstu skref. Námskeiðið verður haldið þann 16. mars nk. frá kl. 13.00-16.00.
14.02.2018
Nú í mars mun NIKK (Nordic Information on Gender) auglýsa eftir umsóknum um styrki til norræns samstarfs á sviði kynjajafnréttis.
13.02.2018