Árleg skýrsla OECD um menntatölfræði, Education at a Glance 2018 er komin út. Þar kemur m.a. fram að munurinn eykst á fjölda ungra kvenna og karla sem eru með háskólapróf. 57 prósent íslenskra kvenna á aldrinum 25 til 34 ára hafa lokið háskólanámi, en aðeins 39 prósent karla.
13.09.2018
Allir starfsmenn Jafnréttisstofu voru staddir í Reykjavík fyrr í vikunni og því var tækifærið nýtt til halda starfsmannafund á Hallveigarstöðum, en þar hafa tveir starfsmenn stofunnar starfsaðstöðu.
06.09.2018
Í tilefni af nýsamþykktum lögum á Alþingi er varða annars vegar jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, boðaði Jafnréttisstofa til fundar með fulltrúum samtaka sem hafa hagsmuna að gæta vegna gildistöku laganna. En skv. 5. gr. beggja laga er Jafnréttisstofu falið að annast framkvæmd þeirra.
06.09.2018
Ungt fólk og jafnréttismál er yfirskrift tveggja daga viðburðar hjá Mosfellsbæ 20.-21. september.
05.09.2018
Starfsfólk Jafnréttisstofu býður upp á uppistand og opið spjall um það sem helst brennur á áheyrendum varðandi jafnréttismál, þann 7. september nk. kl. 14.00-14.30 í Hofi.
03.09.2018
Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna tóku gildi 1. september sl.
Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Þetta þykir mikilvægt til að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði en atvinnuþátttaka er talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt. Við lagasetninguna var höfð hliðsjón af tilskipun Evrópuráðsins 2000/78/EB um almennar reglur um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífinu.
Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginregluna um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Við lagasetninguna var höfð hliðsjón af efni tilskipunar 2000/43/EB um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna.
03.09.2018
Vakin er athygli á námskeiðum um jafnlaunavottun sem fram fara í haust hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
31.08.2018
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Jafnréttisstofu þann 25. ágúst. Forsætisráðherra sem fer fyrir ráðherranefnd um jafnréttismál kynnti stefnu og áherslur stjórnvalda og einnig gafst á fundinum tækifæri til að ræða ýmsa þá málaflokka jafnréttismála sem hafa verið áberandi síðustu misseri.
27.08.2018
MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum kynna: Þriðjudaginn 22. ágúst nk. kl. 12-13 í H-103 Háskólatorgi mun Freyja Haraldsdóttir kynna niðurstöður meistararannsóknar sinnar í kynjafræði sem ber heitið „Stilltar fatlaðar konur…?! Fatlaðar konur og sálrænar afleiðingar af margþættri mismunun.“ Leiðbeinendur Freyju voru Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Rebecca Lawthom, professor í sálfræði við Manchester Metropolitan University.
18.08.2018
Mikill meirihluti leik- og grunnskóla hefur sett sér jafnréttisáætlun í samræmi við skyldur skv. jafnréttislögum. Þegar Jafnréttisstofa kallaði hins vegar eftir upplýsingum um hvernig gengi að framfylgja áætlunum svar svarhlutfall dræmt. Þetta kemur fram í samantekt Bergljótar Þrastardóttur sérfræðings hjá Jafnréttisstofu.
17.08.2018