Fréttir

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október næstkomandi. Fundurinn verður rafrænn að þessu sinni og mun standa frá kl. 9-11. Meðal efnis á fundinum eru málefni sem varða skóla- og frístundastarf sem og jafnlaunamál sveitarfélaga. Hvetjum stjórnendur sveitarfélaga, kjörna fulltrúa og alla þá aðila sem hafa með jafnréttismál, fræðslumál og launamál að gera hjá sveitarfélögum að skrá sig á landsfundinn.

Ný vefsíða um jafnréttismál

Forsætisráðuneytið hefur sett í loftið nýja og uppfærða vefsíðu um jafnréttismál. 

Samantekt um sögu Jafnréttisráðs 1976-2020

Tekin hefur verið saman saga Jafnréttisráðs frá stofnun þess 1976 fram til árloka 2020 þegar ráðið var lagt niður með nýjum jafnréttislögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Þroskahjálp gefur út upplýsingarit um réttindi fatlaðs fólks á vinnumarkaði

Landssamtökin Þroskahjálp, ásamt ungmennaráði samtakanna og Átaki, félags fólks með þroskahömlun, hafa tekið saman Upplýsingarit um réttindi fatlaðs fólks á vinnumarkaði samkvæmt lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fullgiltur var af íslenskum stjórnvöldum árið 2016.

Skýrsla um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna

Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2020 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2020 var hlutur kvenna 51% og hlutur karla 49%. Er þetta annað árið sem konur eru fleiri en karlar.

Samantekt NIKK á áhrifum COVID-19 á kynjajafnrétti á Norðurlöndum

Covid-19 hefur nú herjað í rúmt ár á heimsbyggðina og afleiðingar faraldursins eru fjarri því að vera kynhlutlausar. Sem dæmi má nefna að Covid leggst að jafnaði verr á karlmenn og þeir eru líklegri til að deyja af völdum vírussins. Eins má nefna aukið heimilisofbeldi, mismunandi áhrif á kvenna- og karlastéttir á vinnumarkaði og aukið álag á heimilin þar sem konur taka að jafnaði meiri ábyrgð á námi og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima.

Jafnréttisráð - samráðsvettvangur um jafnrétti kynjanna

Auglýst er eftir þátttöku í samráðsvettvangi um jafnrétti kynja - Jafnréttisráð. Samtök sem vinna að jafnrétti kynja auk fulltrúa fræðasamfélags, vinnumarkaðar og sveitarfélaga geta sótt um þátttöku að samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna, Jafnréttisráði. Senda skal inn umsókn um þátttöku á netfangið for@for.is fyrir 14. maí, merkt Samráðsvettvangur.

Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting - eftirlit Jafnréttisstofu

Með gildistöku nýrra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 fékk Jafnréttisstofa það hlutverk að annast eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli uppfylli þá lagaskyldu að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.

Ánægja með þjónustu Jafnréttisstofu

Birtar hafa verið niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup sem gerð var fyrir ríkisstjórnina, en könnunin er liður í því að bæta markvisst almannaþjónustu. Jafnréttisstofa var meðal þeirra stofnana sem spurt var um í þeim hluta sem sneri að stjórnendum ríkisstofnana.

Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson er nú aðgengileg í rafrænu formi á vefnum Opin vísindi.