Hópur sem kallar sig Neyðarstjórn kvenna hefur boðið öllum þingmönnum og fulltrúum í Jafnréttisráði á námskeið í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða. Í bréfi hópsins til þingmanna og Jafnréttisráðs segir að mikilvægt sé að endurreisn landsins eftir hrun byggi á þeim alþjóðasamþykktum sem kveða á um að kynjasjónarmið verði höfð að leiðarljósi við alla stefnumótun.
06.11.2008
Lögbinda ætti hlut kynjanna í stjórnum fjármálafyrirtækja samkvæmt frumvarpi fjögurra þingmanna, sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Þar er lagt til að lögum um fjármálafyrirtæki verði breytt, þannig að við kjör í stjórn verði tryggt að þar sitji sem næst jafnmargar konur og karlar.
06.11.2008
Félags- og tryggingamálaráðherra, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa farið þess á leit við Staðlaráð Íslands að það hafi umsjón með gerð staðals sem notaður verði til að sannreyna hvort launa- og starfsmannastefna stofnana og fyrirtækja samræmist stefnu um launajafnrétti kynja og jafnrétti við ráðningar og uppsagnir.
27.10.2008
Félagsvísindatorg Háskólans á Akureyri og minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2008 verða haldin sameiginlega miðvikudaginn 29. október. Fyrirlesari verður Dr Gunhild Hoogensen, dósent við stjórnmálafræðideild Háskólans í Tromsö.
27.10.2008
Alcoa Fjarðaál hlaut í dag árlega viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir störf sín í á sviði jafnréttismála. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti verðlaunin. Í ávarpi sem hún flutti við þetta tækifæri sagði hún meðal annars að árangurinn af jafnréttisstefnu fyrirtækisins væri sá að 28% af 450 starfsmönnum væru konur, 34% í framleiðslustörfum og 27% í framkvæmdastjórn. Þetta er besti árangur í jafnréttismálum sem náðst hefur innan Alcoa samsteypunnar og líkur á að um heimsmet í áliðnaðinum sé að ræða.
25.10.2008
Jafnréttissjóður og Jafnréttisráð efna til sameiginlegrar athafnar föstudaginn 24. október nk. kl. 15 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, þar sem veittir verða fimm styrkir til rannsókna á sviði jafnréttismála og jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verður afhent. Við sama tækifæri verða rannsóknarniðurstöður fimm styrkþega ársins 2007 kynntar.
21.10.2008
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta Jafnréttisþingi, sem halda átti þann 7. nóvember nk. Þinginu er frestað fram í janúar á næsta ári.
21.10.2008
Á fundi sínum hinn 14. október sl. samþykkti Jafnréttisráð eftirfarandi ályktun:Á tímum gríðarlegra efnahagshamfara hér á landi minnir Jafnréttisráð á að óhjákvæmilega munu verða miklar þjóðfélagsbreytingar. Breytingar fela í sér tækifæri til umbóta og til þeirra þarf að vanda. Kynjasjónarmið þarf að hafa að öflugu leiðarljósi þegar mótuð verður atvinnustefna framtíðarinnar.
17.10.2008
Jafnréttisstofa hefur tekið í notkun nýtt greinarkerfi fyrir heimasíðu stofunnar, þar sem birtar verða vikulegar greinar tengdar jafnréttismálum. Greinarnar verða bæði skrifaðar af starfsmönnum stofunnar og gestapennum. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, skrifaði fyrstu greinina um jafnrétti í skólum. Grein vikunnar er hins vegar eftir Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóra héraðsfréttablaðsins Skarps á Húsavík, og nefnist hún: Er fyndið að nauðga karlmönnum?
16.10.2008
Jafnréttisstofa stendur fyrir málþingi um stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12:00 13:15 á Hótel KEA. Kynntar verða íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem er nýlokið, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum.
16.10.2008