Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi, var formlega stofnuð í Háskólanum á Akureyri þann 21. febrúar sl. Markmið stöðvarinnar er að útrýma öllu ofbeldi, einkum gegn börnum og ofbeldi í nánum samböndum, m.a. með samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög hérlendis og erlendis og með því að standa fyrir ráðstefnum og málþingum til að útbreiða þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess.
23.02.2011
Jafnréttisráðherrar norrænu ríkjanna hafa samþykkt samstarfsáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 20112014 sem ber heitið Jafnrétti skapar sjálfbært þjóðfélag. Í áætluninni er sérstaklega fjallað um nauðsyn þess að karlmenn taki þátt í jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál og að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins. Með þetta að leiðarljósi verður áhersla á virka þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi og samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða fléttuð inn í öll verkefni sem kveðið er á um í samstarfsáætluninni.
21.02.2011
Miðvikudaginn 16. febrúar heldur Diane Elson, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Essex í Bretlandi og formaður UK Womens Budget Group, fyrirlesturinn Kynjuð fjárlagagreining á tímum niðurskurðar.
11.02.2011
Inga Vildís Bjarnadóttir kynnir meistaraverkefnið sitt í félagsráðgjöf sem fjallar um þjónustu Stígamóta kl. 12 þann 10.febrúar.
10.02.2011
Stofnunin UN Women auglýsir um þessar mundir eftir starfsfólki í 6 stjórnunarstöður hjá höfuðstöðvum samtakanna í New York en umsóknarfrestur rennur út 14.-15. febrúar nk.
09.02.2011
Jafnréttisstofa býður til ráðstefnu um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð mánudaginn 14. febrúar kl. 13:00 á Hilton Hótel Nordica. Ráðstefnan ber yfirskriftina Nýir tímar - breytt hagstjórn. Aðal fyrirlesari verður Diane Elson einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði auk þess mun verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð kynna starf sitt og tvö tilraunaverkefni á hennar vegum verða kynnt.
07.02.2011
EDDA öndvegissetur auglýsir í þriðja sinn eftir umsóknum fræðimanna um styrki til rannsóknaverkefna sem taka mið af stefnu setursins. EDDA er rannsóknasetur í gagnrýnum samtímarannsóknum með áherslu á jafnrétti og margbreytileika í hug- og félagsvísindum. Umsækjendur sækja um styrki til verkefna sem má tengja með beinum hætti við rannsóknaáherslur í einum af sex rannsóknaklösum EDDU.
07.02.2011
Ný samanburðarrannsókn á fæðingarorlofi og umönnunarstefnu Norðurlandaþjóðanna verður kynnt á jafnréttisþinginu 2011 sem haldið verður á Nordica Hotel í Reykjavík 4. febrúar.
02.02.2011
Alþjóðlegur jafnréttisskóli (GEST) hefur opnað nýja vefsíðu. Alþjóðlegi jafnréttisskólinn er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. Meginmarkmið skólans er að skipuleggja og bjóða upp á nám og þjálfun sem miðar að því að auka getu stofnana og einstaklinga, sem koma að uppbyggingu og framkvæmd jafnréttisstarfs í þróunarlöndum og á fyrrum átakasvæðum.
02.02.2011
Jafnréttisþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram á vef Velferðarráðuneytisins en skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. febrúar.
01.02.2011