Fréttir

Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Á morgun 25. nóvember hefst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hérlendis með Ljósagöngum og morgunverðarfundi UN Women, fundi og verðlaunaafhendingu Stígamóta og dagskrá í Menntaskólanum á Akureyri Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í áttunda sinn á Íslandi en megið markmið þess er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að vekja athygli á afleiðingum kynbundins ofbeldis og krefjast aðstoðar og stuðnings fyrir brotaþola.

Fléttum saman þræðina-Kyn og opinber stjórnsýsla

Nú liggur dagskrá ráðstefnu Jafnréttisstofu um kynjasamþættingu fyrir en hún fer fram þriðjudaginn 22. nóvember á Nordica Hótel Hilton frá kl. 13-16.  Á ráðstefnunni verður farið um víðan völl í þeim fimm erindum sem verða flutt en öll eiga þau það sameiginlegt að fjalla um kynjasamþættingu í opinberri stjórnsýslu. Aðalfyrirlesarinn Reetta Siukola fjallar um reynslu Finna af innleiðingu aðferðarinnar þar í landi.

Fléttum saman þræðina-Kyn og opinber stjórnsýsla

Þann 22. nóvember býður Jafnréttisstofa til ráðstefnu um kynjasamþættingu undir yfirskriftinni Fléttum saman þræðina-Kyn og opinber stjórnsýsla. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Reetta Siukola sem er einn helsti sérfræðingur Finnlands í innleiðingu kynjasamþættingar. Hún mun fjalla um reynslu Finna af því að taka upp kynjasamþættingu í erindi sínu Gender mainstreaming in Finland - Good practices, experiences and lessons learned.

Hver er hinn íslenski stjórnarmaður?

Síðastliðið sumar framkvæmdi KPMG könnun meðal íslenskra stjórnarmanna til að kanna bakgrunn þeirra og störf stjórna. KPMG hefur nú birt skýrslu um niðurstöður könnunarinnar og voru þær kynntar á morgunverðarfundi KPMG og og Viðskiptaráðs Íslands í morgunn. Könnunin náði til 280 stjórnamanna hjá fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum og framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem eru á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á árinu 2010.

Þræðir og fléttur – Menning, samfélag, umhverfi

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu í tilefni af 20 ára afmæli stofnunarinnar og 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram dagana 4.–5. nóvember 2011 við Háskóla Íslands. Ráðstefnan í ár skiptist í 20 málstofur með þátttöku fræðimanna af ólíkum fræðasviðum. Athygli er vakin á sérstakri öndvegismálstofu til minningar um framlag kvenna til stofnunar Háskóla Íslands og í tilefni af aldarafmæli laga um rétt kvenna til náms og embætta. Í málstofunni verður leitað svara við spurningunni: Hverju hefur menntun kvenna skilað? Málstofan er haldin í samstarfi við Kvennasögusafnið og Jafnréttisstofu.

Doktorsvörn um karlmennsku og kyngervi í friðargæslunni

Fimmtudaginn 27. október fer fram doktorsvörn við Félags-og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Þá ver Helga Þórey Björnsdóttir doktorsritgerð sína 'Give me som men who are stout-hearted men, Who will fight for the right they adore' Negotiating Gender and Identity in Icelandic Peacekeeping. Rannsóknin lýtur að menningarlegum og félagslegum hugmyndum um karlmennsku og kyngervi eins og þær birtist í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Lögð er áhersla á að varpa ljósi á slíkar hugmyndir í tengslum við sköpun kynjaðrar sjálfsmyndar hjá hópi íslenskra karlmann sem unnið hafa sem gæsluliðar hjá Íslensku friðargæslunni (ICRU) og sem geta í krafti kyngervis og félagslegrar stöðu, talist hluti af ríkjandi kynjanormi samfélagsins.

Hernaðarlist og valdaklækir?

Stjórnmálafræðideild HÍ og MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna bjóða upp á málþing um stjórnmálamenningu samtímans mánudaginn 24. október kl. 12-13:30 í hátíðarsal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í tilefni 100 ára afmælis háskólans og 15 ára afmælis  námsbrautar í kynjafræði.

Skyldur sveitarfélaga í jafnréttismálum

Á félagsvísinda- og jafnréttistorgi í dag, miðvikudaginn 19. október mun Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu fjalla um skyldur sveitarfélaga til að vinna að jafnréttismálum. Torgið hefst kl. 12.00 í stofu N101, Sólborg v/Norðurslóð. Allir velkomnir.

Jafnréttisdagar HÍ 2011

Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir sérstökum Jafnréttisdögum daganna 13. - 27. október. Markmiðið þeirra er að stuðla að fræðslu og aukinni umræðu og skilningi á jafnréttismálum, innan sem utan háskólasamfélagsins, og stuðla að því að gera jafnréttismál sýnilegri. Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga og aðgangur er öllum heimill.

Hver er hlutdeild kynjanna í námsbókum í sögu á miðstigi grunnskóla?

Kristín Linda Jónsdóttir mun á fyrsta jafnréttistorgi vetrarins í Háskólanum á Akureyri kynna niðurstöður rannsóknar Jafnréttisstofu á hlutdeild kynjanna í námsbókum í sögu á miðstigi grunnskóla. Jafnréttistorgið fer fram miðvikudaginn 12. október kl. 12:00 í stofu M101 í HA.