Jafnréttisstofa heimsækir Norðurþing
Á sunnudag átti Arnfríður Aðalsteinsdóttir fund með þjálfurum og stjórnarfólki í Íþróttafélaginu Völsungi, þar sem fjallað var um tengsl jafnréttis og starfsemi félagsins. Fundurinn var liður í undirbúningsvinnu félagsins að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ, gæðaviðurkenningu sem ÍSÍ veitir þeim félögum/deildum sem vinna fyrirmyndarstarf með barna- og unglingaíþróttir.
13.01.2015