Fréttir

Jafnréttisstofa heimsækir Norðurþing

Á sunnudag átti Arnfríður Aðalsteinsdóttir fund með þjálfurum og stjórnarfólki í Íþróttafélaginu Völsungi, þar sem fjallað var um tengsl jafnréttis og starfsemi félagsins. Fundurinn var liður í undirbúningsvinnu félagsins að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ, gæðaviðurkenningu sem ÍSÍ veitir þeim félögum/deildum sem vinna fyrirmyndarstarf með barna- og unglingaíþróttir.

Ofbeldi gegn börnum - hlutverk skóla

Út er komin handbókin Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda.