Fréttir

Málþing um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum

Föstudaginn 4. desember verður haldið opið málþing á Akureyri um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á landsbyggðunum. Málþingið sem stendur frá 12:45 til 16:30 er haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri í tengslum við 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. 

Stígamótaviðurkenningar veittar

Á föstudaginn var einn af bestu dögum ársins á Stígamótum. Starfsfólk afhenti Stígamótaviðurkenningarnar í áttunda sinn. Viðurkenningarhafar hafa alllir lagt til mikilsverðan skerf í baráttunni fyrir réttlæti og gegn kynferðisofbeldi. Í ár voru eftirfarandi aðilar heiðrarðir: Þakklætisviðurkenning Stígamóta 2015 Halldóra Halldórsdóttir Hugrekkisviðurkenning Stígamóta 2015 Kristín Jóna Þórarinsdóttir Hugrekkisviðurkenning Stígamóta 2015 Hanna Þorvaldsdóttir Réttlætisviðurkenning Stígamóta 2015 Alma Ómarsdóttir  Sannleiksviðurkenning Stígamóta 2015 Kamila Modzelewska Sannleiksviðurkenning Stígamóta 2015 Ásdís Viðarsdóttir  Réttlætisviðurkenning Stígamóta 2015 Elsku stelpur Vinningsatriði Hagaskóla í Skrekk 2015 Frelsisviðurkenning Stígamóta 2015 Free the nipple á Íslandi Sýnileikaviðurkenning Stígamóta 2015 Framlag til Beauty Tips byltingarinnar Grasrótarviðurkenning Stígamóta 2015 Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir Fjölmiðlaviðurkenning Stígamóta 2015 Hæpið

Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015

Fjallað er um stöðu karla og kvenna á öllum helstu sviðum samfélagsins í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra sem lögum samkvæmt er lögð fram á jafnréttisþingi. Þar er einnig fjallað um stöðu verkefna samkvæmt framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til ársins 2014.  Skýrslan spannar að venju vítt svið en þess má geta að í tilefni af 100 ára afmælisári kosningaréttar íslenskra kvenna er í inngangi hennar fjallað sérstaklega um völd og áhrif karla og kvenna í samfélaginu, á vinnumarkaði, í stjórnmálum og efnahagslífi.

Konur í miklum minnihluta sem viðmælendur í heimspressunni

Kon­ur eru fjórðung­ur þeirra sem talað er við eða fjallað er um í frétt­um heim­spress­unn­ar, en karl­ar eru þris­var sinn­um fleiri. Hér á landi er hlut­fall kvenna í frétt­um 20%, en ann­ars staðar á Norður­lönd­um á bil­inu 23-31%. Þetta eru niður­stöður nýrr­ar alþjóðlegr­ar rann­sókn­ar, Global Media Monitor­ing Proj­ect (GMMP) en rannsóknin fór fram 25. mars sl. og fólst í vöktun á helstu fréttamiðlum í 114 lönd­u

Vel heppnaður fundur á Húsavík um kosningarétt kvenna

Um 80 manns sóttu opinn fund á Húsavík sl. laugardag í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Til fundarins boðaði Framsýn, stéttarfélag í samstarfi við Jafnréttisstofu.

Ísland vermir fyrsta sætið í alþjóðlegri úttekt á kynjajafnrétti

Alþjóða efnahagsráðið (World Economic Forum) hefur gefið út sína árlegu skýrslu um stöðu kynjajafnréttis í heiminum. Ísland er nú sjöunda árið í röð í efsta sæti þessarar úttektar ráðsins. Lagt er mat á stöðuna á fjórum sviðum, þ.e. út frá aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, aðgengi að menntun, þátttöku í stjórnmálum og efnahagslegri stöðu þar sem horft er til atvinnuþátttöku, launajafnréttis, heildaratvinnutekna og hlutfalls kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Úttektin hefur nú verið framkvæmd 10 sinnum og í ár voru 145 ríki tekin út með tilliti til ofangreindra þátta.

Jafnréttisþing 2015

Félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþings þann 25. nóvember í samræmi við lög nr. 10/2008, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd. Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Hlutverk þingsins er að efna til umræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnumótun í jafnréttismálum. Að þessu sinni verður lögð áhersla á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi. Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþingið er haldið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaksins sem lýkur 10. desember á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna.

Leikskólar á lokasprettinum

Um 80% leikskóla hafa skilað Jafnréttisstofu fullnægjandi jafnréttisáætlun og eða umbeðnum gögnum nú þegar innköllun jafnréttisáætlana frá leikskólum er að ljúka. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og kallaði í ljósi þess eftir  upplýsingum  frá skólunum um hvernig þeir uppfylla lögin.

Ný reglugerð gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á nýrri reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Öllum vinnustöðum verður skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við þessum þáttum og um viðbrögð ef á reynir.  Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er öllum vinnustöðum skylt að gera áhættumat með því að greina hugsanlega áhættuþætti sem ógna öryggi. Í nýju reglugerðinni er með skýrum hætti kveðið á um að við gerð áhættumatsins skuli meðal annars greina áhættuþætti eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað, líkt og tiltekið er í reglugerðinni, þar sem tekið skuli tillit til andlegra og félagslegra þátta, svo sem aldurs starfsmanna, kynjahlutfalls, ólíks menningarlegs bakgrunns starfsfólks, skipulags vinnutíma, vinnuálags og fleira. Áhættumatinu er þannig ætlað að taka mið af aðstæðum á hverjum stað.

Hvað er svona merkilegt við það?

Þann 12. nóvember kl. 17.00 verður heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? sýnd í Sambíóinu á Akureyri. Þetta er bæði fróðleg og bráðskemmtileg mynd sem segir sögu af kvennaframboðinu í Reykjavík og svo Kvennalistanum ásamt ýmsu öðru sem tengdist baráttu kvenna á síðustu áratugum 20. aldar.