Árleg ráðstefna evrópskra kvenlögfræðinga (EWLA) verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 3. og 4. júlí næstkomandi.Þema ráðstefnunnar í ár er Mannréttindi og fjármálamarkaðir og aðalfyrirlesari er Eva Joly norsk/franski dómarinn sem íslensk stjórnvöld hafa fengið sem ráðgjafa.
12.06.2009
Í haust verður haldin hér á landi ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttisstarf í skólum. Ráðstefnan er samstarfsverkefni félags- og tryggingamálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins og verður haldin dagana 21. og 22. september á Grand Hótel. Á ráðstefnunni verða fyrirmyndarverkefni frá öllum Norðurlöndunum kynnt og farið yfir stöðu mála í Evrópu á svið jafnréttisstarfs í skólum. Ráðstefnan hefst að kvöldi 21. september, hún fer fram á skandinavísku og verður túlkuð.
11.06.2009
Jafnréttisstofa og Eymundsson stóðu fyrir teikni- og ljóðasamkeppni á vordögum og var þátttaka mjög góð.
08.06.2009
Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað í máli gegn Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, en kærandi var kona sem sótti um stöðu sérfræðilæknis. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að ræða.
05.06.2009
Þann 9. júní nk. kynna Mannréttindaskrifstofa Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið niðurstöður könnunar á viðhorfum almennings til mismununar á Íslandi og ýta átaki gegn mismunun Fylgdu hjartanu, sameinumst í fjölbreytninni! formlega úr vör. Kynningin fer fram í Hringborðsstofu, Þjóðmenningarhúsi, kl. 14. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, tekur til máls ásamt fulltrúum Mannréttindaskrifstofu Íslands og Capacent Gallup.
05.06.2009
Jafnréttisstofa og félags- og tryggingamálaráðuneytið hafa gefið út barnabók í tengslum við þróunarverkefni um jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum sem ætlað er að fræða ung börn um jafnréttismál. Þróunarsjóður námsgagna styrkti útgáfu bókarinnar sem er gefin út í tilefni af degi barnsins 24. maí. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti fyrstu eintök bókarinnar í leikskólanum Múlaborg og las kafla úr henni fyrir börnin.
27.05.2009
Efnt verður til námsstefnu á vegum þróunarverkefnisins um jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum þriðjudaginn 26. maí í Salnum í Kópavogi kl. 13:30. Á námsstefnunni verða kynnt tíu verkefni sem nýst geta til jafnréttisstarfs í skólum.
24.05.2009
Utanríkisráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi dagana 19.-20. júní 2009. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er einn mikilvægasti hluti ályktunarinnar, þ.e. hvernig tryggja megi að konur taki með beinum hætti þátt í formlegum og óformlegum friðarferlum, þ.á.m. friðarumleitunum, friðarsamningum og friðaruppbyggingu. Á ráðstefnunni verður kannað hvaða leiðir eru færar fyrir stjórnvöld, alþjóðastofnanir og frjáls félagasamtök til að efla þátttöku og eignarhald kvenna á friðarferlum.
22.05.2009
Um fjörutíu stjórnendur og sérfræðingar ráðuneytanna sitja námskeið í kynjasamþættingu á vegum Jafnréttisstofu, sem haldið er á Hótel Sögu í dag og á morgun. Námskeiðið er hluti af Samstíga, verkefni Jafnréttisstofu sem er styrkt af Evrópusambandinu.
18.05.2009
Háskóli Íslands tekur á sig ferskan blæ dagana 8.-12. júní 2009 þegar hann breytist í Háskóla unga fólksins. Þá gefst börnum og unglingum, fæddum 93-97, kostur á því að sækja skólann heim og fá innsýn í vísinda og fræðasamfélagið. Í ár verður kennt sérstakt námskeið í kynjafræði.
13.05.2009