Árni Páll Árnason, nýr félags- og tryggingamálaráðherra, heimsótti Jafnréttisstofu í dag. Heimsóknin var í tengslum við fyrsta fund nýrrar ríkisstjórnar, sem var haldinn á Akureyri í dag.
12.05.2009
Ísland fer á þessu ári með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Af því tilefni hefur verið opnaður nýr vefur á vegum Jafnréttisstofu, þar sem kynnt eru þau verkefni og viðburðir á sviði jafnréttismála sem fyrirhugaðir eru á árinu í tengslum við formennsku Íslendinga.
06.05.2009
Birtur hefur verið nýjasti úrskurður kærunefndar jafnréttismála, en um er að ræða fyrsta úrskurð nefndarinnar samkvæmt nýjum jafnréttislögum, nr. 10/2008.
30.04.2009
Íslensk stjórnvöld leggja ríka áherslu á samvinnu Færeyja, Grænlands og Íslands, meðal annars á sviði jafnréttismála. Í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2009 verður boðið til tveggja daga námstefnu í Færeyjum 3.4. júní um jafnrétti í skólastarfi og jafnréttislög. Námstefnan fer fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn.
29.04.2009
Útgáfuráðstefna í tilefni af útgáfu bókarinnar Kvennabarátta og kristin trú verður í Háskóla Íslands á morgunn. Ritstjórar bókarinnar eru Arnfríður Guðmundsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.
28.04.2009
Næstkomandi laugardag 2. maí mun UNIFEM á Íslandi halda áfram með fundaröð sína UNIFEM-UMRÆÐUR. Markmið fundanna er að varpa ljósi á stöðu kvenna í þróunarríkjum og á stríðshrjáðum svæðum sem og að kynna starf UNIFEM. Fundurinn sem stendur í um klukkutíma verður haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 42 og hefst kl. 13.
27.04.2009
Hlutur kvenna hefur aldrei verið jafnmikill á Alþingi Íslendinga og nú, en tæp 43% þingmanna sem náðu kjöri í nýafstöðnum þingkosningum eru konur. Hlutfallið var 31,2% eftir síðustu kosningar. Þrír þingflokkar hafa jafnt hlutfall kvenna og karla.
27.04.2009
Jafnréttisstofa hefur tekið saman hlutföll kynjanna og meðalaldur frambjóðenda á framboðslistum í kjördæmum og á landsvísu fyrir komandi alþingiskosningar. Samantektin hefur einnig að geyma hlutföll kvenna í fjórum efstu sætum framboðslistanna.
27.04.2009
Jafnréttisvaktin hefur skilað Ástu R. Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, áfangaskýrslu um áhrif kreppunnar á karla og konur. Í áfangaskýrslu jafnréttisvaktarinnar er lögð áhersla á mikilvægi þess að stjórnvöld hafi ávallt jafnréttis- og kynjasjónarmið að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku.
22.04.2009
Jafnréttisstofa efnir til teikni- og ljóðasamkeppni meðal barna á mið- og unglingastigi grunnskóla í samstarfi við Eymundsson. Stofan vill með keppninni vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi jafnra tækifæra stúlkna og drengja, karla og kvenna til að velja sér menntun og störf með tilliti til áhuga og hæfileika óháð kyni og stuðla að jafnréttisfræðslu.
21.04.2009