Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur undirritað samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um brúðuleiksýningu í 2. bekk allra grunnskóla á Íslandi.
15.05.2012
Við vekjum athygli á ráðstefnunni „In/Equalities, Democracy and the Politics of Transition“ sem fer fram við Háskóla Íslands 10.-12. maí á vegum EDDU – öndvegisseturs. Þá bendum við sérstaklega á málstofuna „Gender, Well-being and Povery“ sem fer fram á morgun, fimmtudaginn 10. maí, kl. 16.15-18.15, í Öskju, stofu 132. Á meðal fyrirlesara í málstofunni er Sylvia Walby, prófessor í félagsfræði við Lancaster-háskóla, sem mun flytja erindið: „In What Way a Transition? Examining Political Responses to the Financial Crisis Using a Gender Lens“. Walby er leiðandi fræðimaður á sviði kynjafræða og m.a. höfundur bókarinnar The Future of Feminism (Polity 2011).
Útdrátt úr erindi Walby má nálgast á slóðinni https://transition.hi.is/wp-content/uploads/2012/04/Sylvia-Walby-read.pdf
Nánari upplýsingar má nálgast hér að neðan og á heimasíðu ráðstefnunnar.
09.05.2012
Jafnréttisstofa, Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri munu halda ráðstefnu um birtingarmyndir ofbeldis - afleiðingar og úrræði í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 11. maí kl. 13.00-17.00.
08.05.2012
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands heldur opna ráðstefnu um innleiðingu jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum miðvikudaginn 16. maí kl. 13.30-16.30 í Skriðu, Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Frummælendur koma af öllum skólastigum.
08.05.2012
MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna býður upp á hádegisfyrirlestur í Odda-106 þriðjudaginn 8. maí kl. 12-13.
Claudia Mitchell, prófessor við McGill háskóla í Kanada mun fjalla um uppruna og þróun stelpnarannsókna, tengsl þeirra við barnarannsóknir, kynja- og kvennarannsóknir.
Þróun hugmynda og grasrótarstarfs á fræðasviðinu hefur vakið nýjar spurningar og leitt til rannsókna á hnattrænum tengslum suðurs og norðurs. Fyrirlesturinn er á ensku.
04.05.2012
RIKK Rannsóknastofa kvenna- og kynjafræðum býður upp á hádegisfyrirlestur í Öskju fimmtudaginn 26. apríl. Þar mun Helga Þórey Björnsdóttir, doktor í mannfræði flytja erindið „Hraustir menn. Sköpun kyngervis og sjálfsmyndar í íslensku friðargæslunni”
25.04.2012
Alþjóðleg ráðstefna um konur, kynjajafnrétti og kreppuna fer fram við Háskóla Íslands 21. og 22. apríl nk. Ráðstefnan verður haldin í stofu 105 og 101 á Háskólatorgi og fer fram á ensku.
16.04.2012
Í tilefni af afmælinu verður boðið upp á málþingið Segðu frá! föstudaginn 13. apríl.
Málþingið verður haldið í Hafnarvitanum sem er staðsettur við Eimskip á Akureyri kl. 16.00 og þar koma fram Sigrún Sigurðardóttir frá Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi, Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá Drekaslóð, Thelma Ásdísardóttir frá Drekaslóð, Sigríður Björnsdóttir frá Blátt Áfram, Anna María Hjálmarsdóttir frá Aflinu, og Jóhanna G Birnudóttir frá Aflinu.
Fundarstjórn verður í höndum Ívars Helgasonar.
13.04.2012
Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á námskeið á meistarastigi um ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð; einkenni, afleiðingar, forvarnir og meðferð. Námið hentar þeim sem starfa við heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, skólakerfið, löggæslu, dómskerfið og sjálfstætt starfandi aðila sem vinna með fólki, einnig þeim sem hafa áhuga á að starfa á þeim vettvangi.
15.03.2012
MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands býður upp á hádegisfyrirlestur þann13. mars í Miðjunni í HÍ.
Þar mun Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði, fjalla um flengdar konur kvikmyndanna en í kvikmyndum birtast ákveðnir þættir dægurmenningar okkar og þar á meðal sýnin á karla og konur. Frá upphafi kvikmynda má finna dæmi um að fullorðnar konur séu barngerðar m.a. með flengingu.Ástæður og réttlætingar hafa verið nokkrar og í erindinu verður fjallað um þær og sýnd dæmi úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Öll velkomin.
12.03.2012