Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í tilefni dagsins hafa mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar gefið út bækling sem nefnist „Kynlegar tölur“ og hefur hann að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni.
08.03.2012
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður boðið upp á spennandi viðburði í Reykjavík og á Akureyri. Jafnréttisstofa hvetur alla til að kynna sér viðburði dagsins. Í boði er fjölbreytt dagskrá um jafnréttismál.
07.03.2012
MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna býður upp á opinn fyrirlestur í Miðjunni í Háskólabíói þriðjudaginn 6. mars kl. 12:00-13:00. Þar mun Bryndís E. Jóhannsdóttir, MA í blaða- og fréttamennsku, diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði fjalla um kynjajafnrétti á umbrotatímum, velferðarkerfið og hlutverk þess í jafnréttismálum, frjálst eða þvingað val og túlkun þess, hvort jafnrétti á heimilum sé undirstaða raunverulegs jafnréttis, kynjaðan niðurskurð og formleg úrræði til að sporna við bakslagi í jafnréttismálum.
Öll velkomin
07.03.2012
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpaði morgunverðarfund um kynbundin áhrif loftslagsbreytinga, sem haldinn var á Hóteli Sögu þann 24. febrúar sl. Fundurinn var á vegum Alþjóðlegs jafnréttisskóla við Háskóla Íslands (GEST Programme) sem stendur að námskeiðum í Úganda síðar á árinu í því skyni að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga.
04.03.2012
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og MARK – miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna við Háskóla Íslands gefa út bækling sem nefnist Klámvæðing er kynferðisleg áreitni. Bæklingurinn varpar ljósi á það hvernig konur upplifa klám á vinnustöðum og umræðu um útlit sitt í stað frammistöðu. Upplýsingar um þetta efni hafa ekki áður komið út á íslensku og er bæklingurinn ætlaður starfsfólki Reykjavíkurborgar og starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands.
01.03.2012
Karlar og hugmyndir um karlmennsku léku lykilhlutverk í þeim atburðum sem leiddu til hrunsins. En karlar eru ekki einsleitur hópur og allir karlar hafa ekki völd. Völd er ekki gefin stærð, föst og óumbreytanleg heldur flæðandi og mótanleg.
Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir fjalla um breytingar á valdatengslum meðal karla í aðdraganda og kjölfar hrunsins. Þær skoða samspil pólitísks vald og peningavalds og hvernig það tengist pólitískum hugmyndastraumum og orðræðu samtímans. Umfjöllun Þorgerðar og Gyðu Margrétar fer fram í Gimli 102 kl.12-13.
Öll velkomin!
29.02.2012
Jafnréttisstofa hefur tekið saman umfangsmikinn upplýsingapakka á ensku um jafnréttismál á Íslandi.
Í útgáfunni er að finna kynningu á íslenskri jafnréttislöggjöf og þeim opinberu aðilum sem starfa á sviði jafnréttismála hérlendis. Þá er einnig að finna upplýsingar um félagasamtök og aðra aðila sem koma að málaflokknum.
Fyrirhugað er að útgáfan verði endurskoðuð árlega. Útgáfan er liður í endurbótum á enskri heimasíðu Jafnréttisstofu sem opnuð verður bráðlega.
Upplýsingapakkann má nálgast hér
29.02.2012
Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur um nýtt fyrirkomulag á fæðingarorlofi sem byggist á því að jafna ábyrgð og tækifæri beggja foreldra til að sinna nýfæddu barni. Breytingin minnir nokkuð á það kerfi sem tekið var upp hér á landi árið 2000 en gengur nokkuð lengra. Í fyrsta lagi er sérstakt tillit tekið til þess að mæður þurfi hvíld frá vinnu fyrir fæðingu og fá þær þriggja vikna orlof á launum fyrir fæðingu barns sem ekki skerðir orlofið sem hefst eftir fæðingu barnsins. Síðan fær móðirin 12 vikur, faðirinn 12 og síðan er sameiginlegt orlof í 20 vikur ef tekin er full greiðsla eða samtals 44 vikur.
22.02.2012
Þann 25. nóvember sl. var 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 20. sinn um allan heim. Átakið hefur beinst að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Yfirskrift átaksins á Íslandi í ár var Heimilisfriður-Heimsfriður og áhersla lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir ofbeldi í nánum samböndum sem er mjög falið vandamál í okkar samfélagi. Þann 25. nóvember sl. var 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 20. sinn um allan heim. Átakið hefur beinst að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Yfirskrift átaksins á Íslandi í ár var Heimilisfriður-Heimsfriður og áhersla lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir ofbeldi í nánum samböndum sem er mjög falið vandamál í okkar samfélagi.
09.02.2012
Föstudaginn 10. febrúar efnir Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) til málþings í samvinnu við Jafnréttisstofu, Sagnfræðistofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið um hlutdeild og birtingarmyndir kynjanna í sögubókum.
Málþingið, sem ber heitið „Að skrifa konur inn í söguna“, fer fram kl. 14.00-17.30 í Öskju, stofu 132.
09.02.2012