Fréttir

Heimsókn frá Eistlandi

Starfsfólk frá ýmsum jafnréttisstofnunum Eistlands hefur dvalið hér á landi síðustu daga.

Dagskrá 19. júní

Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Af því tilefni ætlum við að mála bæinn bleikan þann 19. júní næstkomandi.

Málum bæinn bleikan

Íslenskir jafnréttissinnar hvetja alla til þess að sýna stuðning við jafnrétti kynjanna með því að bera eitthvað bleikt á sér á kvenréttindadaginn 19. júní.

Nýjum áfanga í jafnréttisbaráttunni náð

Jafnréttisstofa vekur athygli á því að Framsóknarflokkurinn er nú fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka til að ná jöfnum hlutföllum kynjanna í ráðherrahópi sínum.

Jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra hlutafélag

Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt viðbót við hlutafélagalög á síðasta starfsdegi sínum.

Nýtt álit kærunefndar jafnréttismála

Álit kærunefndar jafnréttismála nr. 10/2005 hefur verið birt á netinu.

Ný heimasíða Jafnréttisráðs

Jafnréttisráð hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu í samstarfi við Jafnréttisstofu.

Menntaskólinn í Kópavogi hlaut viðurkenningu

Menntaskólinn í Kópavogi hlaut jafnréttisviðurkenningu jafnréttisnefndar Kópavogsbæjar árið 2006. Margrét Friðriksdóttir skólameistari veitti viðurkenningunni viðtöku úr hendi Sigríðar Konráðsdóttur.

Bæklingur fyrir nýjar sveitarstjórnir

Jafnréttisstofa og félagsmálaráðuneytið hafa gefið út bækling undir nafninu ?Við viljum gera enn betur ? jafnrétti varðar okkur öll?.

Afhending jafnréttisviðurkenningar

Afhending jafnréttisviðurkenningar jafnréttisnefndar Kópavogsbæjar fer fram á í dag, miðvikudaginn 7. júní kl. 16:00 í kaffistofu Gerðarsafns. Verið velkomin.