Fréttir

Landsfundur jafnréttisnefnda 4. og 5. júní

Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn dagana 4. og 5. júní nk. í Fjarðabyggð. Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir.

Norræn ungmenni horfa á klám

Í rannsókninni ,,Ungmenni, kynferði og klám á Norðurlöndum" hefur útbreiðslu kláms og menningarlega staða þess verið rannsakað. Verkefnið nær til alls níu kannanna um afstöðu ungs fólks og reynslu þess af klámi. 99 prósent aðspurðra drengja og 86 prósent stúlkna höfðu horft á klám einu sinni eða oftar.

Jafnréttiskennitalan

Fimmtudaginn 29. mars nk. mun Hlér Guðjónsson, kynna rannsóknarverkefni sitt: Þróun mælikvarða fyrir jafnréttiskennitölu á málstofu meistaranema í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Verkefnið er liður í þróun Jafnréttiskennitölunnar sem Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst stendur að í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráðuneytið, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráð.

Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?

Jafnréttisstofa hefur síðustu ár verið þátttakandi í nokkrum samevrópskum rannsóknaverkefnum, sem beinst hafa að stöðu karla sérstaklega og hinu flókna samspili fjölskyldulífs og atvinnulífs. Á hádegisfundi þann 28. mars næstkomandi fjallar Ingólfur V. Gíslason um stöðu, viðhorf og vilja íslenskra karla eins og hún birtist í niðurstöðum þessara verkefna.

Enginn kemur að sækja mig

Í hádegisfyrirlestraröð Rannsóknastofu í vinnuvernd, mánudaginn 26. mars kl. 12 - 13 flytur Gísli Hrafn Atlason erindi.

Meirihluti sveitarfélaga með jafnréttisnefnd

Jafnréttisstofa birtir nú niðurstöður rannsóknar á skipun jafnréttisnefnda og gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga. Helstu niðurstöður eru þær að nú eru um 75% sveitarfélaga með jafnréttisnefnd eða aðra nefnd ábyrga fyrir jafnréttismálum. Þetta er mikil breyting frá fyrri könnun frá árinu 2001, þar sem einungis 30% sveitarfélaga voru með slíka nefnd. Jafnréttisstofa fagnar þessum breytingum.

Jafnréttisvika í MK

Menntaskólinn í Kópavogi hefur verið með jafnréttisviku dagana 12-15 mars og er aðaldagur jafnréttisvikunnar í dag. Boðið er upp á skemmtidagskrá með kynjaívafi, en á meðal skemmtiatriða er kynjagrín Steins Ármanns og innlegg frá meðlimum Botnleðju. Auk þess munu nemendur kynna verkefni tengd jafnrétti.

Fæðingar- og foreldraorlof á Íslandi

Í nýrri skýrslu Ingólfs V. Gíslasonar er greint frá niðurstöðum rannsóknar um fæðingarorlof feðra hér á landi og þeim samfélagslegu áhrifum sem það hefur haft. Þátttaka feðra í fæðingarorlofi nemur um 90 prósentum og vafalaust eru fleiri feður en nokkru sinni fyrr virkir við umönnun barna sinna.

Ávarp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Ávarp ASÍ, BHM, KÍ, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu í tengslum við fund þeirra Máttur á milli landa - beislum mannauðinn. Þar er meðal annars fjallað um framlag kvenna og karla af erlendum upprunna til íslensks samfélags.

Til hamingju með daginn!

Jafnréttisstofa vill nota tækifærið og minna á allar þær skemmtilegu uppákomur sem eru skipulagðar í tilefni dagsins. En þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.