Næstu daga verða fjölda atburða á dagskrá. Á morgun, 24. október, er ráðstefnan Erum við hrædd við jafnrétti? og boðið verður til Kvennasunds í Vesturbæjarlaug. Þann 25. október verður fluttur fyrirlesturinn Að hafa töglin og hagldirnar: Doris Lessing og feminisminn. Seinna sama dag verður ráðstefnan Konur í sveitarstjórnum. Á laugardaginn þann 27. október er svo ráðstefnan Kynblind og litlaus. Nánar má lesa um alla atburðina í atburðardagatalinu.
24.10.2007
Jafnréttisnefnd Kennaraháskóla Íslands stendur fyrir fræðsluskotinni hátíðardagskrá í Kennaraháskóla Íslands með Kristínu Ástgeirsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisstofu þann 24. október.
24.10.2007
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sat fund norrænna jafnréttisráðherra í Helsinki í síðustu viku. Eitt meginumræðuefni fundarins var fyrirkomulag og reynsla af fæðingarorlofi á Norðurlöndunum. Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem sýna að jafnrétti skili arði.
22.10.2007
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær frumvarp félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fer nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnmálaflokkanna. Um er að ræða ný heildarlög á þessu sviði og byggir frumvarpið í meginatriðum á störfum þverpólitískrar nefndar sem starfaði undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur, fyrrverandi hæstaréttardómara.
10.10.2007
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi í dag 10. október nk. kl. 12:00-13:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Á fundinum munu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Hlér Guðjónsson frá Háskólanum á Bifröst ræða jafnlaunamálin.
10.10.2007
Samstarfshópur norrænna og baltneskra samtaka sem vinna gegn mansali hefur opnað heimasíðu. Síðan er hugsuð sem vettvangur til að nálgast upplýsinga um mansal og til þess að efla tengsl í baráttunni gegn mansali.
09.10.2007
Jafnréttisstofa vill benda á þrjá áhugaverða fyrirlestra í vikunni. Á fimmtudaginn flytur Arnar Gíslason fyrirlestur um karla og fóstureyðingar og dr. Yvonne Fulbright fjallar um kynfræðslu íslenskra mæðra. Á föstudaginn flytur svo Gyða Margrét Pétursdóttir erindið Skreppur og Pollýanna.
24.09.2007
Stofnfundur Femínistafélags Háskóla Íslands verður haldinn í dag, föstudaginn 21. september, kl. 12 á hádegi í Odda. Tilgangur félagsins er að upplýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli. Einnig mun félagið sjá um að halda fyrirlestra og námskeið um jafnrétti kynjanna.
21.09.2007
Undanfarna daga hafa verið birtar niðurstöður nokkra kjararannsókna þar sem kynbundinn launamunur var sérstaklega skoðaður. Jafnréttisstofa hefur nú tekið saman stutt yfirlit yfir þær kannanir og fundið slóðir á ítarlegri niðurstöður.
14.09.2007
Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kynnti í ríkisstjórn í morgun ákvarðanir sínar og fjármálaráðherra um að skipa þrjá starfshópa til að fylgja eftir markmiðum er fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí sl. á sviði jafnréttismála. Þar er megináhersla lögð á að unnið verði markvisst gegn kynbundnum launamun og að endurmat fari fram á kjörum kvenna hjá hinu opinbera.
11.09.2007