Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri Jafnréttisstofu, mun halda fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 13. september kl.12:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands, aðalbyggingu.
11.09.2007
Norræna rannsóknarsetrið í kvenna- og kynjafræðum NIKK í samstarfi við Rannsóknarstofnun vinnumála í Noregi (AFI) rannsakar sýn karla á jafnrétti. Rannsóknin sem hefur samnorræna skírskotun á að skoða sérstaklega afstöðu karla til jafnréttis og hvernig þeir sjá sitt hlutverks í að skapa réttlátt samfélag.
10.09.2007
Femínistafélag Íslands heldur fyrsta Hitt vetrarins þriðjudaginn 11. september næstkomandi kl. 20 á Bertelstofu Thorvaldsen bars. Þar munu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Kristín Ástgeirsdóttir, nýskipuð framkvæmdastýra Jafnréttisstofu halda stutt erindi.
07.09.2007
Í síðustu viku var haldin ráðstefna sem bar heitið Karlar til ábyrgðar. Var hún haldin til að vekja athygli á mikilvægi þess að karlmenn sem beita ofbeldi í nánum samböndum fái aðstoð við að losna úr viðjum ofbeldisbeitingar. Karlar til ábyrgðar er eina sérhæfða meðferðaúrræðið hér á landi fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Þessa viku verður haldið áfram að vekja athygli á þessu úrræði og símanúmeri þess með auglýsingum og dreifingu upplýsingabæklings.
05.09.2007
Í gær tók Kristín Ástgeirsdóttir formlega við lyklavöldum á Jafnréttisstofu úr höndum Inga Vals Jóhannssonar, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra frá 1. júlí sl.
04.09.2007
Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða.
03.09.2007
Fimmtudaginn 30. ágúst verður haldin í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku ráðstefna um karla og ofbeldi í nánum samböndum. Á ráðstefnunni verður kynnt norska verkefnið Alternative to violence, auk þess sem íslenskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni.
24.08.2007
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað níu manna Jafnréttisráð í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Skipunin gildir til næstu alþingiskosninga.
22.08.2007
Við styrkúthlutun er haft eftirfarandi að leiðarljósi:
Skilyrði fyrir styrk er að verkefni séu kvennaverkefni þ.e. unnin af konum og fjalli um málefni kvenna. Að þessu sinni verður áherslan á ritstörf, ritgerðir eða rannsóknir, einkum um þjóðfélagsmál er varða konur. Einnig koma til greina ferðastyrkir til framhaldsrannsókna á ofangreindu sviði.
15.08.2007
Nú í ágúst hefst vinna við verkefni á vegum Norrænu rannsóknarstofnunarinnar í kvenna- og kynjafræðum (NIKK) sem nefnist Vændi á Norðurlöndum. Um er að ræða eins árs rannsóknarverkefni sem sett var af stað að frumkvæði norrænu jafnréttisráðherranna.
13.08.2007