Konur eru fámennar í sjómannastétt, en þær ná því sjaldnast að verða fleiri en 10% starfandi sjómanna samkvæmt erlendum rannsóknum. Þetta lága hlutfall má rekja til menningarbundinna þátta, eins og hefðbundinnar skiptingu starfa í karla- og kvennastörf, og takmarkaðs vilja fólks til að haga sér í ósamræmi við viðteknar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika.
06.02.2008
Ný landsstjórn var kynnt í Færeyjum um helgina, en að henni standa Jafnaðarmannaflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn og Miðflokkurinn. Af átta ráðherrum eru nú þrjár konur. Það er mikil breyting frá fyrri landsstjórn, sem var eingöngu skipuð körlum.
05.02.2008
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu sinni um nýtt starfsheiti fyrir ráðherra. Í tillögunni segir að starfsheitum í hefðbundnum kvennastéttum hafi verið breytt til þess að bæði kynin geti borið þau. Því eigi einnig að breyta starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, enda eigi ráðherraembætti ekki að vera eyrnamerkt körlum.
05.02.2008
Samkvæmt könnun, sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri gerði fyrir Akureyrarbæ, er ekki marktækur kynbundinn launamunur hjá starfsmönnum bæjarins, þegar tekið hefur verið tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma.
01.02.2008
Á fundi sem Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) og LeiðtogaAuður boðuðu til í dag ræddi Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra árangur norsku leiðinnar í að hækka hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hann telur að ef kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja helst óbreytt þarf alvarlega að íhuga kunjakvóta. Æskilegt er að fyrirtækin sýni frumkvæði og jafni hlutföllin sjálf, en hann útilokar ekki afskipti lögjafans ef annað virkar ekki.
31.01.2008
Í dag birtist auglýsing í helstu dagblöðum landsins þar sem yfir 100 konur lýstu sig reiðubúnar til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins. Með þessu sameiginlega átaki Félag kvenna í atvinnurekstri og LeiðtogaAuðar er markmiðið að kveða niður hugmyndir um að konur segi alltaf "nei" þegar til þeirra er leitað um setu í stjórnum.
31.01.2008
Föstudaginn 1. febrúar heldur Tiina Rosenberg fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Fyrirlesturinn nefnist A Queer feminism: The lesbian Feminist Heritage. Tiina er prófessor við Háskólann í Lundi, Svíþjóð.
29.01.2008
Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talskona Stígamóta, var valin Ljósberi ársins 2007. Verðlaunin eru veitt fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu hennar gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu hér á landi í forsvari fyrir Stígamót. Þátttaka Guðrúnar í alþjóðlegu samstarfi margra baráttuhópa sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi hefur vakið óskipta athygli og hún sýnt óskoraða forystu fyrir Íslands hönd, samkvæmt tilkynningu.
25.01.2008
Sumir dagar eru merkilegri en aðrir frá sögulegu sjónarmiði. Þann 24. janúar fyrir nákvæmlega 100 árum voru haldnar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þá gerðist það að fyrsti kvennalistinn sem boðinn var fram fékk fjóra fulltrúa kjörna inn í 15 manna bæjarstjórn höfuðstaðarins. Þetta voru merk tímamót og hluti af baráttunni fyrir fullum kosningarétti og kjörgengi kvenna til Alþingis.
24.01.2008
Laugardaginn 19. janúar fóru fram lögþingskosningar í Færeyjum. Eru þetta fyrstu þingkosningarnar eftir að Færeyjar var gert að einu kjördæmi, en áður voru kjördæmin sjö. Í kjölfar kosninganna verða miklar mannabreytingar á þinginu og koma 13 nýir þingmenn inn. Einnig breytist hlutfall kvenna á þinginu heilmikið. Eftir síðustu kosningar voru þrjár konur á þingi og nú eru þær orðnar sjö. Hlutfall kvenna hefur semsagt hækkað úr 9% í 21%.
24.01.2008