Fréttir

Kynjafræðikennarar funda með Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa hefur á undaförnum vikum staðið fyrir fræðslufundum með kennurum og námsráðgjöfum víða um land. Tilgangur fundanna er að kynna nýtt námsefni og útvarpsþætti fyrir ungt fólk og ræða hlutverk og skyldur skóla á öllum skólastigum þegar kemur að jafnréttisfræðslu.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2018 er komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2018 er nú komin út. Ársskýrslan sem nú lítur dagsins ljós veitir yfirsýn yfir það sem helst var á döfinni hjá stofnuninni.

Fræðslufundur Jafnréttisstofu á Ísafirði

Jafnréttisstofa verður í Ísafjarðarbæ þriðjudaginn 11. júní og boðar til opins hádegisfundar í Háskólasetri Vestfjarða með íbúum á Vestfjörðum, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja. Fundurinn fer fram frá kl. 12:00-13:00 og í boði verður súpa, brauð og kaffi

Uppfærð útgáfa af bæklingnum Réttur þinn

Nú er komin út þriðja útgáfa bæklingsins Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi. Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þrungnarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka.

Fræðslufundur Jafnréttisstofu í Árborg

Jafnréttisstofa verður í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi mánudaginn 27. maí og boðar til opins fundar á Hótel Selfossi í hádeginu með íbúum á Suðurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Jafnréttisstofa sækir Egilsstaði heim

Jafnréttisstofa verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 21. maí og boðar til tveggja funda um jafnréttismál. Annars vegar eru um að ræða opinn fund á Hótel Héraði í hádeginu (12.00-13.00) með íbúum á Austurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Jafnréttisstofa - Fyrirmyndarstofnun ársins 2019

Stéttarfélagið Sameyki stendur árlega fyrir könnuninni Stofnun ársins og voru niðurstöður fyrir árið 2019 kynntar við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í gær, 15. maí, en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins. Jafnréttisstofa varð í 3. sæti í flokknum Stofnun ársins (færri en 20 starfsmenn) og hlaut titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins 2019.

Vel heppnað málþing á Akureyri

Málþing Jafnréttisstofu um afnám kynjaðra staðalmynda í skólastarfi fór fram 9. maí. Þátttaka var mjög góð en skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og tómstunda- og forvarnarfulltrúar af öllum skólastigum mættu á ráðstefnuna.

Staða jafnlaunavottunar

Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu lét nýlega gera könnun meðal þeirra 76 fyrirtækja sem höfðu öðlast jafnlaunavottun fyrir 30. apríl sl. Niðurstöður eru mjög jákvæðar og rúmlega 81% svarenda voru fremur eða mjög ánægð með jafnlaunavottunina og að hafa innleitt jafnlaunastaðalinn. Flestir svarenda notuðu niðurstöður launagreiningar til úrbóta á jafnlaunakerfinu.

Málþing um afnám kynjaðra staðalmynda í skólastarfi

Jafnréttisstofa hefur í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen unnið að verkefni um afnám kynjaðra staðalmynda sem eru heftandi fyrir marga og leiða til einsleitni í náms- og starfsvali. Megin áhersla verkefnisins er á skóla- og tómstundastarf vegna þess að í því starfi er mikilvægt að ræða við nemendur um hugmyndir samfélagsins og þeirra um t.d. kyn, kyngervi og hlutverk kynjanna. Afrakstur verkefnisins verður kynntur á málþingi á Akureyri og eru skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og félagsmálaráðgjafar hvattir til að mæta.