Skýrsla forsætisráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2018 – 2019 hefur verið birt á vef Stjórnarráðsins í tilefni Jafnréttisþings fór fram í Hörpu 20. febrúar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að þó að atvinnuþátttaka kvenna sé með því mesta sem þekkist í Evrópu sé kynbundin verkaskipting enn einkennandi fyrir íslenskan vinnumarkað, við umönnun og innan heimila. Konur eru líklegri en karlar til að sinna hlutastörfum en tæplega 27% þeirra eru í hlutastarfi samanborið við 6,5% karla. Karlar vinna einnig lengri vinnudag og líklegra er að vinnutími þeirra sé óhefðbundinn en vinnutími kvenna. Þá kemur fram að konur eru líklegri til að axla ábyrgð á umönnun gagnvart skyldmennum en karlar.
27.02.2020
Rannís lýsir nú eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 3. apríl 2020, kl. 16:00
25.02.2020
Jafnréttisþing verður haldið í Hörpu í dag, fimmtudaginn 20. febrúar og hefst kl. 10.00. Hægt er að horfa á streymi frá þinginu hér fyrir neðan.
20.02.2020
Í síðustu viku var haldið málþing í Færeyjum undir yfirskriftinni „Hvussu hava pápar í Norðurlondum tað?“ sem á íslensku væri „Hvernig hafa pabbar á Norðurlöndum það?“ Á málþinginu voru kynntar niðurstöður rannsóknarinnar „State of Nordic Fathers“. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 90 prósent feðra á Norðurlöndum vilja taka ríkan þátt í umönnun barna sinna og að eyrnamerkt feðraorlof er öflug leið til að breyta hefðbundnum venjum s.s. verkaskiptingu kynja á heimilum og viðhorfi foreldra til hlutverks feðra og karlmanna almennt.
13.02.2020
Ert þú kona sem hefur verið beitt ofbeldi í nánu sambandi?
Vilt þú taka þátt í rannsókn á því hvernig konur leita sér hjálpar, vinna úr og eflast eftir ofbeldi í nánu sambandi?
Skilyrði fyrir þátttöku er að vera kona, 18 ára eða eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og a.m.k. eitt ár verður að hafa liðið frá því að ofbeldissambandinu lauk.
07.02.2020
Jafnréttisþing verður haldið í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar 2020 undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin. Á þinginu verður fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstaklega verður litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.
23.01.2020
Kærunefnd jafnréttismála bárust á árinu 2019 sjö mál. Í fyrsta sinn reyndi á lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Aðrir úrskurðir vörðuðu lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og snerust um hæfnismat vegna ráðninga í störf.
16.01.2020
Alþingi hefur samþykkt tillögu forsætisráðherra til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. Í henni er að finna 24 verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í málaflokknum. Verkefnin eru einnig tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
14.01.2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samstarfi við Jafnréttisráð boðað til jafnréttisþings undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi. Þingið verður haldið í Hörpu þann 20. febrúar 2020.
20.12.2019
Lokað verður á Jafnréttisstofu milli jóla og nýars. Við opnum aftur 2. janúar.
20.12.2019