Fréttir

Jólakveðja og opnunartími yfir hátíðarnar

Lokað verður á Jafnréttisstofu milli jóla og nýars. Við opnum aftur 2. janúar.

Vel heppnað fjarnámskeið fyrir sveitarfélög um gerð jafnréttisáætlana

Haldið var námskeið um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga í byrjun desember. Eins og kom fram í fréttum nýlega höfðu einungis 26% sveitarfélaga skilað jafnréttisáætlunum innan lögbundins frests, skv. lögum nr. 10/2008 og ákveðið var að bregðast við því, meðal annars með þessu námskeiði. Enn er hægt að kaupa aðgang að námskeiðinu.

16 greinar fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember, á al­þjóð­legum bar­áttu­degi gegn of­beldi gegn konum, hófst sex­tán daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi. Átakinu lauk þann 10. desember, á al­þjóð­lega mannréttindadeginum. Dag­setningarnar tengja því saman, á tákn­rænan hátt, kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Mark­mið á­taksins er að knýja á um af­nám alls kynbundins of­beldis og hvetja til opinnar um­ræðu og vitundar­vakningar meðal almennings.

Ljósaganga á Akureyri

Mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00, fer fram ljósaganga í tilefni upphafs 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi.

Nýtt námskeið í fjarnámi: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu.

Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði

Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.

Heimsókn frá forsætisráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar.

Hópur erlendra kvenna heimsækir Jafnréttisstofu

Hópur kvenna frá Bandaríkjunum heimsótti Jafnréttisstofu nýlega en þær voru hér á ferð á vegum Girlfriend Circle sem er samfélag kvenna sem vilja halda á lofti vinskap og efla vináttu. Fyrir utan hefðbundna ferðamannaskoðun, þá er áherslan ávallt á konur og það sem þær hafast við í hverju landi á hverjum tíma, og að læra um reynslu þeirra og áskoranir.

Jafnréttisáætlanir leikskóla

Innköllun jafnréttisáætlana frá leikskólum hófst í apríl 2019 og lauk um miðjan október. Innköllunin náði til 244 skóla og skiluðu 174 eða 71% fullgildum jafnréttisáætlunum eða gögnum til Jafnréttisstofu. Þetta eru heldur slakari heimtur en fyrir fjórum árum þegar um 80% skólanna skiluðu umbeðnum gögnum.

Jafnréttisstofa tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni styrkt af Erasmus+

Jafnréttisstofa ásamt samstarfsaðilum í Bretlandi, Grikklandi og á Íslandi og Spáni hlutu í ár Erasmus+ styrk til að hanna og þróa námskeið fyrir konur sem hafa áhuga á að komast til áhrifa í atvinnulífinu. Verkefnið stendur yfir í 30 mánuði og mun ljúka með útgáfu leiðbeininga um stefnumótun í atvinnumálum sem stuðlar að jafnri þátttöku og tækifærum kynjanna á vinnumarkaði. Fyrsti vinnufundur samstarfsaðila fór fram í Sheffield 10-11 október síðastliðinn en þar var farið yfir helstu verkþætti og skipulag vinnunnar sem framundan er.