Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2020 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára.
Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2020 var hlutur kvenna 51% og hlutur karla 49%. Er þetta annað árið sem konur eru fleiri en karlar.
21.06.2021
Covid-19 hefur nú herjað í rúmt ár á heimsbyggðina og afleiðingar faraldursins eru fjarri því að vera kynhlutlausar. Sem dæmi má nefna að Covid leggst að jafnaði verr á karlmenn og þeir eru líklegri til að deyja af völdum vírussins. Eins má nefna aukið heimilisofbeldi, mismunandi áhrif á kvenna- og karlastéttir á vinnumarkaði og aukið álag á heimilin þar sem konur taka að jafnaði meiri ábyrgð á námi og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima.
11.05.2021
Auglýst er eftir þátttöku í samráðsvettvangi um jafnrétti kynja - Jafnréttisráð. Samtök sem vinna að jafnrétti kynja auk fulltrúa fræðasamfélags, vinnumarkaðar og sveitarfélaga geta sótt um þátttöku að samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna, Jafnréttisráði. Senda skal inn umsókn um þátttöku á netfangið for@for.is fyrir 14. maí, merkt Samráðsvettvangur.
30.04.2021
Með gildistöku nýrra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 fékk Jafnréttisstofa það hlutverk að annast eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli uppfylli þá lagaskyldu að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.
20.04.2021
Birtar hafa verið niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup sem gerð var fyrir ríkisstjórnina, en könnunin er liður í því að bæta markvisst almannaþjónustu. Jafnréttisstofa var meðal þeirra stofnana sem spurt var um í þeim hluta sem sneri að stjórnendum ríkisstofnana.
12.03.2021
Bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson er nú aðgengileg í rafrænu formi á vefnum Opin vísindi.
09.02.2021
Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Tryggjum lýðræðislega þátttöku – Gátlisti við skipulagningu viðburða. Um er að ræða handhægan rafrænan bækling þar sem farið er yfir atriði sem hafa ber í huga þegar skipuleggja á viðburð sem hefur lýðræði og fjölbreytileika að leiðarljósi.
22.01.2021
Alþingi hefur samþykkt tvenn ný lög sem leysa af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
07.01.2021
Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður.
02.12.2020
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum.
26.11.2020