Jafnréttisstofa hefur nú útbúið sérstakt eyðublað fyrir skil á jafnréttisáætlunum í Þjónustugátt stofnunarinnar, ekki er lengur tekið við jafnréttisáætlunum í tölvupósti. Þjónustugátt Jafnréttisstofu er rafrænt innskráningarsvæði sem auðveldar skil og gerir þau öruggari.
07.03.2022
Embætti umboðsmanns skuldara hlaut þann 10. febrúar fyrst fyrirtækja og stofnana jafnlaunastaðfestingu hjá Jafnréttisstofu.
21.02.2022
Jafnréttisstofa hefur birt myndrænt yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar í lok ársins 2021. Af þeim 415 aðilum sem eiga að hafa hlotið vottun hafa 94 enn ekki klárað ferlið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu undanfarin tvö ár hafa þeir aðilar sem áttu að klára ferlið í lok árs 2019 og 2020 fengið ríflegan frest. Nú er það mat Jafnréttisstofu að sá frestur sé liðinn og er stofnunin því að undirbúa tilkynningar um ákvörðun um álagningu dagsekta.
28.01.2022
Játak hvetur öll framboð til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins.
27.01.2022
Í október kom út samantekt af fyrsta fundi Jafnréttisráðs frá samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna sem fór fram í júní á þessu ári.
13.12.2021
Á vef Hagstofu Íslands ber að líta bráðabirgðatölur um verkaskiptingu, tíma varið í umönnun og heimilisstörf og áhrifin af kórónuveirufaraldrinum á heimilin.
02.12.2021
Fyrirtækjum og stofnunum með 25 – 49 starfsmenn eru boðnir tveir valkostir til þess að fá staðfestingu á því að jafnlaunakerfi þeirra og framkvæmd þess uppfylli kröfur 2. mgr. 8. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.
01.12.2021
Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins skiluðu ráðuneyti í fyrsta skipti jafnréttismati með fjárlagatillögum sínum. Áhrif á jafnrétti eru þannig orðin hluti af ákvarðanatöku við fjárlagagerð.
30.11.2021
Konur hafa að jafnaði lægri laun en karlar og leið þeirra upp metorðastigann á vinnumarkaði er oft erfiðari en karla. Auk þess geta aðrir þættir, svo sem það að hafa verið utan vinnumarkaðar um tíma, að búa við fötlun eða búa í dreifðari byggðum, haft neikvæð áhrif á möguleika kvenna á vinnumarkaði.
25.11.2021
Aukinn fjölbreytileiki styrkir vinnustaði og eykur samkeppnishæfni þeirra. Ávinningur vinnustaða af fjölbreytileika er mikill því með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu.
22.11.2021