Fréttir

Áhrif á jafnrétti í fyrsta skipti hluti af ákvarðanatöku

Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins skiluðu ráðuneyti í fyrsta skipti jafnréttismati með fjárlagatillögum sínum. Áhrif á jafnrétti eru þannig orðin hluti af ákvarðanatöku við fjárlagagerð.

Konur gára vatnið - fjarnámskeið heppnuðust vel

Konur hafa að jafnaði lægri laun en karlar og leið þeirra upp metorðastigann á vinnumarkaði er oft erfiðari en karla. Auk þess geta aðrir þættir, svo sem það að hafa verið utan vinnumarkaðar um tíma, að búa við fötlun eða búa í dreifðari byggðum, haft neikvæð áhrif á möguleika kvenna á vinnumarkaði.

Fjölbreytileiki styrkir íslenskt atvinnulíf

Aukinn fjölbreytileiki styrkir vinnustaði og eykur samkeppnishæfni þeirra. Ávinningur vinnustaða af fjölbreytileika er mikill því með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu.

Jafnréttisstofa hlaut styrk fyrir verkefni um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði

Jafnréttisstofa hlaut á dögunum 60.000€ styrk úr Erasmus+ á sviði mennta- æskulýðs- og íþróttamála í flokki samstarfsverkefna. Verkefnið sem er styrkt er unnið í samstarfi við Inova Aspire í Hollandi og kallast “Diversity Inside Out - Voices from Inside Organisations Foster Change“.

Mælaborð tengd jafnréttismálum

Inn á vef Stjórnarráðs Íslands má finna fjölbreytt mælaborð ráðuneyta og stofnana. Þar eru nokkur mælaborð sem tengjast jafnréttismálum og er stuttlega fjallað um þau hér:

Landsfundur sveitarfélaganna heppnaðist vel

Fyrir viku síðan fór landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga fram og var hann rafrænn að þessu sinni. Níutíu og tveir einstaklingar sóttu fundinn og var mæting því mjög góð. Dagskráin var fjölbreytt og höfðaði til breiðs hóps.

Jafnréttis- og kynjafræðsla í skólum

Undanfarið hefur verið fjallað um mikilvægi þess að kenna jafnréttis- og kynjafræði á öllum skólastigum og er það í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október næstkomandi. Fundurinn verður rafrænn að þessu sinni og mun standa frá kl. 9-11. Meðal efnis á fundinum eru málefni sem varða skóla- og frístundastarf sem og jafnlaunamál sveitarfélaga. Hvetjum stjórnendur sveitarfélaga, kjörna fulltrúa og alla þá aðila sem hafa með jafnréttismál, fræðslumál og launamál að gera hjá sveitarfélögum að skrá sig á landsfundinn.

Ný vefsíða um jafnréttismál

Forsætisráðuneytið hefur sett í loftið nýja og uppfærða vefsíðu um jafnréttismál. 

Samantekt um sögu Jafnréttisráðs 1976-2020

Tekin hefur verið saman saga Jafnréttisráðs frá stofnun þess 1976 fram til árloka 2020 þegar ráðið var lagt niður með nýjum jafnréttislögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.