Fréttir

Of­beldis­sam­bandi lýkur… hvað svo?

Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum.

Raddir kvenna í fjórum löndum

Komin er út skýrsla um hæfnisramma fyrir fræðslu í tengslum við verkefnið „Konur gára vatnið - Eflum leiðtogahæfni kvenna“. Verkefnið hófst í október 2019. Þrátt fyrir ýmis jákvæð skref í jafnréttisátt er enn töluvert í land þegar kemur að launajafnrétti kynjanna í Evrópu. Markmið þessa verkefnis er að vinna að auknum áhrifum kvenna í gegnum valdeflandi námskeið þar sem megin áhersla er lögð á leiðtogahæfni, sjálfsþekkingu og sjálfstraust. Verkefnið miðar að aukinni þátttöku kvenna í forystuhlutverkum á vinnumarkaði og auknum sýnileika kvenna í fjölbreyttum leiðtogahlutverkum sem styður við afnám kynjabils í launum og áhrifum.

Jafnréttisstofa valin Stofnun ársins 2020

Stéttarfélagið Sameyki tilkynnti í gær, 14. október, um valið á Stofnun ársins 2020 en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Jafnréttisstofa lenti í 1. sæti og er þvi Stofnun ársins í flokki minni stofnana (færri en 20 starfsmenn) og hefur því bætt sig um tvö sæti síðan 2019 þegar hún varð í 3. sæti.

Árið 2019 voru 97% nefnda, ráða og stjórna á vegum ráðuneytanna skipaðar í samræmi við verklag 15. gr. jafnréttislaga

Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna fyrir starfsárin 2018-2019. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárunum auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með framkvæmd hans.

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Árlegur landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga sem fram fór 15. september var með óvenjulegu sniði þetta árið sökum aðstæðna sem öllum eru kunnar. Fundurinn var haldinn í samstarfi Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áætlað hafði verið að halda fundinn á Akureyri en hann var í staðinn alfarið netfundur og sá Símenntun Háskólans á Akureyri um tæknilega framkvæmd.

Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur

Bæklingurinn Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi er gefinn út af Jafnréttisstofu. Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga - fjarfundur

Akureyrarbær og Jafnréttisstofa boða til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga þriðjudaginn 15. september milli kl. 10 og 12, en að þessu sinni verður haldinn fjarfundur í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

Námskeið um jafnréttislögin

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir námskeiðinu Jafnréttislögin og helstu áhrif þeirra í daglegu lífi. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 17. september 2020 kl. 9:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð en einnig stendur til boða að taka námskeiðið í fjarnámi.

Ný lagafrumvörp í jafnréttismálum

Forsætisráðuneyti hefur sett tvenn ný lagafrumvörp í samráðsgátt stjórnvalda. Fjórir starfshópar störfuðu í sl. vetur við endurskoðun laga nr. 10/2008. Umsagnarfrestur er til 7. ágúst 2020.

Jafnréttisstofa hefur lokið skrefi eitt af fimm í Grænu skrefunum

Jafnréttisstofa tók í dag á móti viðurkenningu Umhverfisstofnunar fyrir að hafa lokið innleiðingu á fyrsta græna skrefinu af fimm. Markmiðin með skrefunum eru m.a. að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi ríkisins, efla umhverfisvitund starfsmanna, innleiða áherslur í umhverfismálum o.fl.