Fréttir

Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn

Starfsfólk Jafnréttisstofu átti góðan fund í morgun með nefndarfólki úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem heimsótti Jafnréttisstofu og kynnti sér starfsemi stofunnar

Vel heppnaður landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Jafnréttisstofa stóð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ fyrir landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september sl. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem ræddar eru ýmsar hliðar á því hlutverki sem sveitarfélögin gegna út frá jafnréttissjónarmiði og m.t.t. þeirra lagaskyldna sem að því lúta.

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála í víðri merkingu.

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2020-2023

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2020-2023 verði lögð fram á Alþingi við upphaf 150. löggjafarþings í næsta mánuði.

Ráðstefna 29. ágúst um reynslu af samvinnu í heimilisofbeldismálum á Íslandi

Þann 29. ágúst verður haldin ráðstefnan Breaking the Silence - Conference on how Icelanders United Against Domestic Violence og er öllum opin. Á undanförnum árum hefur samvinna í heimilisofbeldismálum fest í sessi á Íslandi og hefur sannað gildi sitt í baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum. Samvinnan miðar að því að samræma og bæta verklag lögreglu, félagsþjónustu, barnaverndar og félagasamtaka í slíkum málum og stuðla að aukinni þekkingarmiðlun í málaflokknum meðal fagfólks sem starfar með fólki.

Námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla á Austurlandi

Sérfræðingar Jafnréttisstofu lögðu land undir fót þann 14. ágúst síðastliðinn þegar þeir sóttu Austurland heim. Markmið heimsóknarinnar var að halda námskeið um jafnrétti og skólastarf á starfsdögum kennara í grunnskólunum.

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður 4.-5. sept. 2019

Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.

Jafnréttisstofa fundar víða um land

Jafnréttisstofa hefur í vor og sumar haldið opna fundi og farið í fræðsluheimsóknir víða um land. Tilefni fundanna var annarsvegar að kynna löggjöf um bann við mismunun sem Jafnréttisstofa hefur eftirlit með og hins vegar að fræða kennara um notkun nýs námsefnis sem Jafnréttisstofa gefur út í sumar. Fundirnir fóru fram á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík og voru þeir mjög vel sóttir en þátttakendur voru 243 í heildina.

Fjórir aðilar með leyfi til að votta jafnlaunakerfi samkvæmt staðlinum ÍST 85

Á vefsíðu Jafnréttisstofu er listi yfir þá aðila sem mega votta jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85 og í júní 2019 eru það fjórir aðilar.

Ráðstefna um reynslu af samvinnu í heimilisofbeldismálum á Íslandi

Þann 29. ágúst verður haldin ráðstefnan Breaking the Silence - Conference on how Icelanders United Against Domestic Violence og er öllum opin. Á undanförnum árum hefur samvinna í heimilisofbeldismálum fest í sessi á Íslandi og hefur sannað gildi sitt í baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum. Samvinnan miðar að því að samræma og bæta verklag lögreglu, félagsþjónustu, barnaverndar og félagasamtaka í slíkum málum og stuðla að aukinni þekkingarmiðlun í málaflokknum meðal fagfólks sem starfar með fólki.