Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kvenréttindafélag Íslands, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja til hádegisverðarfundar 7. mars kl. 12-13. Yfirskrift fundarins er Þegar konur segja frá - #metoo og kraftur samstöðunnar.
28.02.2019
AkureyrarAkademían, ásamt Jafnréttisstofu, Starfsgreinasambandinu og JCI Sprota standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Konur taka af skarið! Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?
Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu og hvetjum við þær sem hafa áhuga á verkalýðsmálum til að skrá sig sem fyrst.
11.02.2019
Bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson er nú aðgengileg í rafrænu formi á vefnum Opin vísindi.
08.02.2019
Þann 1. mars verður opnað fyrir umsóknir í Norræna jafnréttisjóðinn. Rúmum tveimur milljónum danskra króna verður veitt til norænna jafnréttisverkefna árið 2019.
06.02.2019
Ráðstefna um ofbeldi í íþróttum, valdasamband þjálfara og iðkenda, stöðuna í dag og þau úrræði sem eru í boði, verður haldin miðvikudaginn 30. janúar frá kl. 10:30 til 17:30 í Háskólanum í Reykjavík og er hluti af dagskrá Reykjavíkurleikanna.
24.01.2019
Fyrirtæki og stofnanir með 250 starfsmenn eða fleiri
Jafnréttisstofa er þessa dagana að ljúka innköllun jafnréttisáætlana frá fyrirtækjum og stofnunum með 250 starfsmenn eða fleiri. Innköllunin náði til 115 fyrirtækja og skiluðu tæp 90% (103) þeirra fullnægjandi áætlunum. Sjö fyrirtæki hafa fengið loka ítrekun og fimm eru í frekari skoðun.
23.01.2019
Jafnréttisstofa gefur út bráðabirgðastarfsleyfi til vottunar á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, en nýlega tók þessi reglugerð breytingum og var 3. málsgreininni breytt og Jafnréttisstofu fengið þetta hlutverk.
13.12.2018
Þann 1. janúar 2019 taka til starfa ný ráðuneyti heilbrigðismála og félagsmála við uppskiptingu velferðarráðuneytisins sem verður lagt niður frá sama tíma. Þá flytjast jafnréttismál til forsætisráðuneytis. Þingsályktunartillaga um breytta skipan ráðuneyta var samþykkt á Alþingi í gær.
06.12.2018
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem á að flýta fyrir því að nýjar vottunarstofur geti haslað sér völl á markaði/ hafið starfsemi og öðlast faggildingu til að votta jafnlaunakerfi samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85.
Samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi þarf vottunarstofa að hafa framkvæmt tiltekinn lágmarksfjölda úttekta á jafnlaunakerfum fyrirtækja eða stofnana áður en faggildingasvið Einkaleyfastofa getur veitt henni faggildingu...
03.12.2018
Jafnréttisfulltrúar Stjórnarráðsins hafa tekið saman skýrslu um störf sín á tímabilinu 2015-2017.
15.11.2018