Jafnréttisstofa er þátttakandi í verkefninu Kynjajafnrétti á norðurslóðum (Gender Equality in the Arctic) ásamt utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðanetinu. Verkefnið byggir á fyrra verkefni sem unnið var á árunum 2013-2015 og endaði með ráðstefnunni Gender Equality in the Arctic – Current Realities, Future Challenges sem haldin var á Akureyri haustið 2014. Niðurstöður þeirrar ráðstefnu er að finna hér.
25.05.2018
Í síðustu viku komu þeir Gísli Björnsson og Ragnar Smárason, verkefnastjórar við Háskóla Íslands, í heimsókn til Jafnréttisstofu til að fræðast um starfsemi stofunnar og jafnframt fræddu þeir starfsfólk Jafnréttisstofu um rannsókn sem þeir vinna að en hún snýst um aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi og ber yfirskriftina Jafnrétti fyrir alla?
23.05.2018
Norræna velferðarnefndin vinnur að því að koma á fót samnorrænni jafnlaunavottun að íslenskri fyrirmynd sem ætlað er að loka launabilinu milli kvenna og karla. Munurinn mælist nú að jafnaði um 15% á Norðurlöndunum. Nefndin fundaði á Akureyri í gær og heimsótti m.a. Jafnréttisstofu.
11.04.2018
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, heimsótti Jafnréttisstofu í vikunni, ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Starfsfólk átti góða stund með ráðherra þar sem meðal annars var rætt það helsta sem er á döfinni í jafnréttismálum og verkefni Jafnréttisstofu, þau sem eru í vinnslu og einnig tilvonandi verkefni á komandi misserum.
11.04.2018
Allt launafólk á rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Mikilvægt er að allir starfsmenn þekki sín réttindi. Nú er kominn út bækling á íslensku, ensku og pólsku þar sem farið er yfir rétt starfsfólks þegar kemur að kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Íslensk útgáfa bæklingsins var fyrst gefin út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna árið 2016. Hann er nú endurútgefinn auk þess sem hann hefur verið þýddur á ensku og pólsku.
03.04.2018
Stígamót bjóða upp á ítarlegt tveggja daga námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því. Tilgangurinn námskeiðsins er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi. Farið verður yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju það er mikilvægt að karlar taki þátt í henni.
28.03.2018
Fullt var út úr dyrum á hádegisfundi sem haldinn var á Akureyri í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. Yfirskrift fundarins var „Tæklum þetta! Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar við #MeToo“.
08.03.2018
Í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, kom út bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2018. Það er Hagstofa Íslands sem gefur bæklinginn út í samstarfi við Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytið.
08.03.2018
Jafnréttisþing félags- og jafnréttismálaráðherra og Jafnréttisráðs verður haldið miðvikudaginn og fimmtudaginn 7. – 8. mars 2018 undir yfirskriftinni Útvíkkun jafnréttisstarfs - #metoo og margbreytileiki.
02.03.2018
Viðbrögð Íþróttahreyfingarinnar við #MeToo. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fimmtudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri. Yfirskrift fundarins
02.03.2018