Fréttir

Mikill áhugi á samvinnu í heimilisofbeldismálum

Jafnréttisstofa hélt þéttsetna ráðstefnu um samvinnu í heimilisofbeldismálum og ljóst að áhugi er mikill á að takast á við heimilisofbeldismál á þverfaglegum grunni. Ráðstefnan er hluti af verkefni Jafnréttisstofu Byggjum brýr – brjótum múra sem styrkt er af ESB. Þátttakendur ráðstefnunnar komu frá öllum landsfjórðungum og úr ýmsum geirum samfélagsins. Nú eru glærur fyrirlesara aðgengilegar.

Jafnréttisdagar í fullum gangi

Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands standa yfir dagana 9.-20. október 2017. Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.

Barber shop ráðstefna í Kaupmannahöfn - Equality at home and at work

Norræna ráðherranefndin stendur fyrir Barber shop ráðstefnu í Kaupmannahöfn á morgun, 12. október, sem ber yfirskriftina Equality at home and at work - Mobilizing men and boys for gender equality.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Ákvörðun um skipun hennar er í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Byggjum brýr - brjótum múra

Þann 4. október nk. býður Jafnréttisstofa til ráðstefnu um heimilisofbeldi. Ráðstefnan er hluti af verkefni styrktu af ESB sem Jafnréttisstofa vinnur í samstarfi við Akureyrarbæ, Dómsmálaráðuneyti, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóra og Velferðarráðuneyti. Þessi ráðstefna er sú fyrsta af þremur ráðstefnum sem haldnar verða í tengslum við verkefnið.

Vel heppnuð málstofa um kyn og sveitarstjórnarmál

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir málstofu um kyn og sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins sem fram fór á Akureyri 8. og 9. september sl. Þátttakendur voru almennt sammála um mikilvægi þess að konur jafnt sem karlar beittu sér á vettvangi sveitarstjórnarmála. Málsstofustjóri var Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík.

Starf lögfræðings á Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings í fullt starf. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga á sviði jafnréttis- og mannréttindamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Jafnréttisstofa ásamd Sambandi íslenskra sveitarfélaga stendur að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk. Málstofan er haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst klukkan 16:00.

Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum

Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, flytur fyrsta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK. Nefnist það „Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum“, fimmtudaginn 7. september, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar

JAFNRÉTTISDAGUR MOSFELLSBÆJAR verður haldinn hátíðlegur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar (FMos), mánudaginn 18. september 2017 kl. 15.30-18.00.