Fréttir

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2017. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttiskynja. Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Jafnréttisviðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að taka á móti fulltrúum Jafnréttisráðs og svara spurningum þess.

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál

Föstudaginn 15. september n.k. boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Stykkishólmsbæ til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál. Á fundinum, sem haldinn er á Hótel Stykkishólmi, verður fjallað um kynjamyndir í ferðaþjónustu, kynjajafnrétti í íþróttum, samstarfsverkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum og farið yfir stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum og skólum. Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra mun ávarpa fundinn.

Frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú?

Málþing Jafnréttisstofu 31. ágúst kl. 13.30-16.45. Nú um mánaðarmótin lætur Kristín Ástgeirsdóttir af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu eftir tíu farsæl ár. Í tilefni þess boðar Jafnréttisstofa til málþings fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 13.30 til 16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Málþingi er öllum opið en hægt er að skrá sig með því að senda póst á jafnretti[at]jafnretti.is

Grunnnámskeið Tabú um mannréttindi, fordóma og margþætta mismunun

Fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Grunnnámskeið Tabú er fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig okkur líður þegar réttindi okkar eru brotin vegna þess að við erum langveik og/eða fötluð og mögulega einnig vegna annarra þátta, t.d. af því erum hinsegin, af erlendum uppruna, konur eða kynsegin.

Frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú?

Jafnréttisstofa efnir til málþings fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30-16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Yfirskriftin er frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú? Fræða- og baráttufólk lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvar við stöndum nú í jafnréttisbaráttunni á því "herrans" ári 2017.

Er brotið á atvinnuréttindum kvenna í íslenskri ferðaþjónustu?

Í sumar hefur Jafnréttisstofu borist ábendingar um brot á atvinnuréttindum kvenna sem starfa sem leiðsögumenn og atvinnubílstjórar í ferðum á vegum íslenskra ferðaþjónustuaðila.

Barbershop ráðstefna í Kaupmannahöfn í október

Norræna ráðherranefndin skipulegur nú Barbershop ráðstefnu í Kaupmannahöfn í samvinnu við UN Women. Þessi málstofa ber yfirskriftina Equality at Home and at Work: Mobilizing men and boys for gender equality og fer fram þann 12. október.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2016 er komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2016 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili.

Embætti Tollstjóra fyrst til að hljóta jafnlaunamerkið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra afhenti í dag Snorra Olsen tollstjóra jafnlaunamerkið sem viðurkenningu um að embættið starfræki jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum reglugerðar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85.

Kallað eftir skýrari löggjöf á Norðurlöndunum og rannsóknum á áhrifum netníðs á lýðræði

Norræna ráðherranefndin fól NIKK, Norrænu upplýsingamiðstöðinni um kynjajafnrétti, að greina gildandi löggjöf um hótanir og hatursorðræðu á netinu. Í skýrslu sem kynnt var á ráðstefnu um málefnið sem haldin var í Stafangri í Noregi þann 21. júní sl. kemur fram að áhrifin af netníð birtast á margvíslegan hátt um leið og viðbrögð löggjafa landanna einkennast enn af óvissu.