Fréttir

Yfirlit um jafnréttismál á ensku

Jafnréttisstofa hefur nú gefið út nýtt yfirlit um jafnréttismál á ensku. Útgáfan inniheldur upplýsingar um stöðu jafnréttismála, tengsl málaflokksins við stjórnsýslu og rannsóknir ásamt umfjöllun um þá fjölmörgu aðila sem vinna að kynjajafnrétti á Íslandi.  Útgáfan er kaflaskipt til að einfalda framsetningu og veita gleggri yfirsýn. Á mörgum stöðum er vísað í lesefni, rannsóknir og heimsíður viðeigandi stofnana og samtaka.  Skjalið er aðgengilegt á pdf-formi HÉR

Fullt út úr dyrum á Akureyri

Tæplega tvöhundruð manns sóttu hádegisfund á Akureyri í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Umfjöllunarefni fundarins var líðan ungs fólks. Frummælendur voru Ingibjörg Auðunsdóttir fyrrverandi sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, menntaskólakennarinn Arnar Már Arngrímsson handhafi verðlauna Norðurlandaráðs í barna- og unglingabókmenntum 2016 og Karólína Rós Ólafsdóttir nemandi við Menntaskólann á Akureyri og formaður FemMa Femínistafélags skólans.

KONUR OG KARLAR Á ÍSLANDI 2017

Bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2017 er kominn út. Í bæklingnum má finna ýmsar upplýsingar um stöðu kvenna og karla í íslensku samfélagi. Jafnréttisstofa er útgefandi bæklingsins í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið. Í bæklingnum kemur fram að karlar hafa hærri laun en konur, þeir eru fjölmennari í áhrifastöðum og sem viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum. Konur lifa hins vegar lengur en karlar, þær eru fjölmennari í háskólanámi og taka frekar fæðingarorlof. Bæklingurinn er gefinn út á ensku og íslensku. Hægt er að nálgast útgáfuna hér á heimasíðunni á íslensku og ensku. Einnig er hægt að panta eintök með því að senda póst til Jafnréttisstofu á netfangið jafnretti@jafnretti.is 

ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA

Jafnréttisstofa minnir á hádegisfundi í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna miðvikudaginn 8. mars. Á Grand hótel Reykjavík er yfirskrift fundarins Öll störf eru kvennastörf! Brjótum upp kynbundið náms- og starfsval. Dagskrá fundarins má finna hér. Í anddyri Borga á Sólborgarsvæðinu á Akureyri verður hins vegar fjallað um ungt fólk og er yfirskriftin Líðan ungs fólks. Hvað er til ráða?  Dagskrá fundarins má finna hér. Báðir fundirnir hefjast klukkan 11:45.

Styrkir til náms í leikskólakennarafræðum

Ákveðið hefur verið að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita þeim styrk að upphæð 1.000.000 kr. til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.  Það eru Samband íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla sem hafa tekið höndum saman til að vinna að verkefni undir yfirskriftinni „Karlar í yngri barna kennslu“.

Líðan ungs fólks

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna miðvikudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar að Borgum við Norðurslóð á Akureyri frá kl. 11.45-13.15. Fyrirlesarar verða Ingibjörg Auðunsdóttir, Arnar Már Arngrímsson og Karólína Rós Ólafsdóttir. Umfjöllunarefni fundarins er líðan ungs fólks.

Öll störf eru kvennastörf!

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars n.k. er boðað til hádegisverðarfundur á Grand hótel Reykjavík kl. 11.45-13.00. Að fundinum standa: Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.

7% kvikmynda sýndar á Íslandi 2016 var leikstýrt af konum

Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands og Stockholms feministiska filmfestival hafa unnið rannsókn á kvikmyndum sem teknar voru til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum og á RÚV árið 2016. Niðurstöðurnar eru sláandi. Konur leikstýrðu aðeins 7% af kvikmyndum sem teknar voru til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum 2016. Sama kynjahlutfall er á kvikmyndum sem sjónvarpað var í RÚV 2016, konur leikstýrðu aðeins 7% kvikmynda sem þar voru sýndar.

Jafnréttismat gert á frumvörpum

Með bætta nýtingu opinberra fjármuna að leiðarljósi er unnið að kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð hjá hinu opinbera. Á árinu er er lögð áhersla á að gert verði jafnréttismat á lagafrumvörpum í því skyni að jafna stöðu kynjanna. Er stefnt að því að á þessu ári verði slíkt mat gert á um 40% frumvarpa sem ráðherrar leggja fram. Verður sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. 

Hvað er #kvennastarf?

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf.  Algengt er að talað sé um „hefðbundin kvennastörf“  Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Tilgangurinn er m.a. að vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum. Í nútímasamfélaginu á Íslandi telja margir að jafnrétti kynjanna ríki á flestum sviðum. En er raunin sú?