Fréttir

EINN BLÁR STRENGUR

Ráðstefnan Einn blár strengur verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 20. maí. Verkefnið á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á því að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einn blár strengur af sex strengjum í gítarnum vísar því í einn af hverjum sex drengjum. Skráning hér

Milljarður rís

Dansviðburðurinn Milljarður rís verður haldinn um land allt í hádeginu föstudaginn 17. febrúar. Það er UN Women á Íslandi sem stendur fyrir viðburðinum og er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. Í ár verður dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur. Í Reykjavík verður dansað í Hörpu, á Akureyri í Hofi, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, Félagsheimilinu á Hvammstanga, Þekkingarsetrinu Nýheimum á Höfn, Frystiklefanum í Rifi og Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. 

Fjöldi greininga staðfestir kynbundinn launamun

Fjöldi launakannana og rannsókna liðinna ára og áratuga staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði er staðreynd hér á landi, þótt deilt sé um hve munurinn er mikill.

Kennaranemar kalla eftir aukinni fræðslu um kynjajafnrétti

Kennaranemar við Háskóla Íslands hafa mikinn áhuga á breyta staðalmyndum kynjanna en margir hafa takmarkaða þekkingu á nauðsynlegum hugtökum. Fréttin birtist í Skólavörðunni veftímariti um skóla- og menntamál þann 14. febrúar sl. Áhugi kennaranema við Háskóla Íslands á fræðslu um kynjajafnrétti er hins vegar mjög mikill og 87 prósent þeirra telja að auka þurfi fræðslu um kynjajafnrétti í náminu og yfir 70 prósent hafa mikinn áhuga á að sækja sérstakt námskeið um kynjajafnrétti.

Feðraveldið og loftslagsbreytingar

Hafa loftslagsbreytingar eitthvað með feðraveldið að gera? Þetta er meðal þess sem Dr. Auður H. Ingólfsdóttir mun ræða á jafnréttistorgi (félagsvísindatorgi) í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 15. febrúar, kl. 12.00-12.50. Jafnréttistorgið er í samstarfi Jafnréttisstofu og Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Allir velkomnir. Í erindinu mun Auður skýra frá því hvernig hún beitti feminískum greiningatækjum við að skoða mótun og framfylgd loftslagsstefnu á Íslandi. Í nýlegri doktorsrannsókn sinni skoðar hún hvaða hindranir koma helst í veg fyrir að tekist sé á við loftslagsvandann og beinir sjónum m.a. að pólitískri orðræðu og þeim gildum sem ráða för við stjórnun náttúruauðlinda. Sérstaklega er horft til með hvaða hætti gildi sem flokka mætti sem karllæg eða kvenlæg hafa áhrif á ákvarðanatöku og hvernig við skynjum tengsl manns og náttúru.

Nefndir, ráð og stjórnir 2015 – enn er verk að vinna

Skýrsla Jafnréttisstofu um  nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna er komin út . Í skýrslunni eru kyngreindar upplýsingar fyrir árið 2015 og þróun síðustu ára. Kynjakvóti var leiddur í lög árið 2008 og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt.  Helstu niðurstöður ársins 2015 eru:  •             Hlutfall kynjanna í öllum nefndum allra ráðuneyta er 45% konur og 55% karlar •             Í heildina voru 61% starfandi nefnda skipaðar í samræmi við 15. greinina •             Hlutfall kynjanna í nýskipuðum nefndum er 45% konur og 55% karlar •             Í heildina voru 67% nýskipaðra nefnda í samræmi við 15. greinina 

Jafnrétti í skólasstarfi

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Jafnréttisstofa boða til ráðstefnu um jafnrétti í skólastarfi. Samkvæmt námskrá nær jafnrétti til eftirfarandi þátta; kyns, kynhneigðar, kynvitundar, menningar, litarháttar, ætternis, þjóðernis, tungumáls, trúarbragða, lífsskoðana, fötlunar, stéttar, búsetu og aldurs. Þessa dagana er verið að auglýsa eftir áhugaverðu efni, hvort heldur í málstofur eða smiðjur.

Jafnréttismál - gæluverkefni eða grundvallaratriði?

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, brautryðjandi í kynjafræðikennslu í framhaldsskólum, kom til Akureyrar sl. föstudag á vegum verkefnisins Rjúfum hefðirnar - förum nýjar leiðir. Óhætt er að segja að Hanna Björg láti engan ósnortinn þegar jafnrétti kynjanna er annars vegar.

Feðraveldið og loftslagsbreytingar

Hafa loftslagsbreytingar eitthvað með feðraveldið að gera? Þetta er meðal þess sem Dr. Auður H Ingólfsdóttir mun ræða um á fyrirlestri í Háskóla Íslands,  föstudaginn 10. febrúar n.k. Fyrirlesturinn fer fram í Odda, stofu 101, kl. 12:00-13:00. Í erindinu mun Auður skýra frá því hvernig hún beitti feminískum greiningatækjum við að skoða mótun og framfylgd loftslagsstefnu á Íslandi í nýlegri doktorsrannsókn sinni. Þar skoðar hún hvaða hindranir koma helst í veg fyrir að tekist sé á við loftslagsvandann og beinir sjónum m.a. að pólitískri orðræðu og þeim gildum sem ráða för við stjórnun náttúruauðlinda. Sérstaklega er horft til með hvaða hætti gildi sem flokka mætti sem karllæg eða kvenlæg hafa áhrif á ákvarðanatöku og hvernig við skynjum tengsl manns og náttúru.

10. NORRÆNA RÁÐSTEFNAN UM MÁL OG KYN

10. norræna ráðstefnan um mál og kyn verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 20.-21. október 2017. Ráðstefna þessi er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi en hún er einn helsti vettvangur norrænna fræðimanna og -kvenna til fræðilegrar umræðu á þessu sviði rannsókna. Ráðstefnan á rætur sínar innan málvísinda og hefur þannig einkum höfðað til þeirra sem fást með einum eða öðrum hætti við mál og kyn innan ramma félagslegra málvísinda, orðræðu- og/eða samtalsgreiningar, mállýskufræða, málsögu eða annarra greina málvísinda, en hún er þó ekki síður opin fræðafólki sem nálgast þetta efni frá sjónarhóli félagsfræði, kynjafræði, bókmenntafræði, menntunarfræði og fleiri greina.