Föstudaginn 15. september n.k. boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Stykkishólmsbæ til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál. Á fundinum, sem haldinn er á Hótel Stykkishólmi, verður fjallað um kynjamyndir í ferðaþjónustu, kynjajafnrétti í íþróttum, samstarfsverkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum og farið yfir stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum og skólum. Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra mun ávarpa fundinn.
23.08.2017
Málþing Jafnréttisstofu 31. ágúst kl. 13.30-16.45. Nú um mánaðarmótin lætur Kristín Ástgeirsdóttir af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu eftir tíu farsæl ár. Í tilefni þess boðar Jafnréttisstofa til málþings fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 13.30 til 16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Málþingi er öllum opið en hægt er að skrá sig með því að senda póst á jafnretti[at]jafnretti.is
23.08.2017
Fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Grunnnámskeið Tabú er fyrir fatlað og langveikt fólk af öllum kynjum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig okkur líður þegar réttindi okkar eru brotin vegna þess að við erum langveik og/eða fötluð og mögulega einnig vegna annarra þátta, t.d. af því erum hinsegin, af erlendum uppruna, konur eða kynsegin.
16.08.2017
Jafnréttisstofa efnir til málþings fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30-16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Yfirskriftin er frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú? Fræða- og baráttufólk lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvar við stöndum nú í jafnréttisbaráttunni á því "herrans" ári 2017.
14.08.2017
Í sumar hefur Jafnréttisstofu borist ábendingar um brot á atvinnuréttindum kvenna sem starfa sem leiðsögumenn og atvinnubílstjórar í ferðum á vegum íslenskra ferðaþjónustuaðila.
04.08.2017
Norræna ráðherranefndin skipulegur nú Barbershop ráðstefnu í Kaupmannahöfn í samvinnu við UN Women. Þessi málstofa ber yfirskriftina Equality at Home and at Work: Mobilizing men and boys for gender equality og fer fram þann 12. október.
06.07.2017
Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2016 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili.
04.07.2017
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra afhenti í dag Snorra Olsen tollstjóra jafnlaunamerkið sem viðurkenningu um að embættið starfræki jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum reglugerðar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85.
28.06.2017
Norræna ráðherranefndin fól NIKK, Norrænu upplýsingamiðstöðinni um kynjajafnrétti, að greina gildandi löggjöf um hótanir og hatursorðræðu á netinu. Í skýrslu sem kynnt var á ráðstefnu um málefnið sem haldin var í Stafangri í Noregi þann 21. júní sl. kemur fram að áhrifin af netníð birtast á margvíslegan hátt um leið og viðbrögð löggjafa landanna einkennast enn af óvissu.
23.06.2017
Um hundrað manns tóku þátt í kvennasögugöngu á Akureyri í gær og minntust kvenréttindadagsins 19. júní. Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor við HA leiddi göngufólk í fótspor kvenna sem sett höfðu svip sinn á Brekkuna.
20.06.2017