Fréttir

Jafnréttisdagar í fullum gangi

Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands standa yfir dagana 9.-20. október 2017. Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.

Barber shop ráðstefna í Kaupmannahöfn - Equality at home and at work

Norræna ráðherranefndin stendur fyrir Barber shop ráðstefnu í Kaupmannahöfn á morgun, 12. október, sem ber yfirskriftina Equality at home and at work - Mobilizing men and boys for gender equality.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Ákvörðun um skipun hennar er í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Byggjum brýr - brjótum múra

Þann 4. október nk. býður Jafnréttisstofa til ráðstefnu um heimilisofbeldi. Ráðstefnan er hluti af verkefni styrktu af ESB sem Jafnréttisstofa vinnur í samstarfi við Akureyrarbæ, Dómsmálaráðuneyti, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóra og Velferðarráðuneyti. Þessi ráðstefna er sú fyrsta af þremur ráðstefnum sem haldnar verða í tengslum við verkefnið.

Vel heppnuð málstofa um kyn og sveitarstjórnarmál

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir málstofu um kyn og sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins sem fram fór á Akureyri 8. og 9. september sl. Þátttakendur voru almennt sammála um mikilvægi þess að konur jafnt sem karlar beittu sér á vettvangi sveitarstjórnarmála. Málsstofustjóri var Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík.

Starf lögfræðings á Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings í fullt starf. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga á sviði jafnréttis- og mannréttindamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Jafnréttisstofa ásamd Sambandi íslenskra sveitarfélaga stendur að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk. Málstofan er haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst klukkan 16:00.

Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum

Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, flytur fyrsta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK. Nefnist það „Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum“, fimmtudaginn 7. september, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar

JAFNRÉTTISDAGUR MOSFELLSBÆJAR verður haldinn hátíðlegur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar (FMos), mánudaginn 18. september 2017 kl. 15.30-18.00.

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2017. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttiskynja. Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Jafnréttisviðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að taka á móti fulltrúum Jafnréttisráðs og svara spurningum þess.