Fréttir

Konur upp á dekk!

AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa og JCI Sproti standa fyrir hagnýtri fræðslu og samræðuþingi um stjórnmál.

Sérfræðingur óskast

Jafnréttisstofa auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Starfshlutfall er í 75%. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga á sviði jafnréttis- og mannréttindamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Formennskuáætlun Svía í Norrænu jafnréttissamstarfi

Svíþjóð fer með formennskuna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2018. Í yfir 40 ár hafa Norðurlöndin átt samstarf um jafnréttismál en löndin eiga öll sína sérstöðu þegar kemur að jafnréttismálum sem þau telja mikilvægt að deila hvert með öðru.

Staða og réttindabarátta kvenna á átakasvæðum

Fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00-17:50 flytur Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur erindi um stöðu og réttindi kvenna á þeim átakasvæðum sem hún hefur starfað sl. sjö ár fyrir alþjóðastofnanir og –samtök í Afganistan, á Balkanskaga og nú síðast í Palestínu og Ísrael.

Stígamót halda námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi

Boðið er upp á ítarlegt tveggja daga námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstaka áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því.

Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK!

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á fundinum Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK! sem haldinn verður á Grand hótel Reykjavík fimmtudaginn 11.janúar frá kl. 8.00-10.30.

Jólakveðja

Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Lög um jafnlaunavottun taka gildi 1. janúar 2018

Þann 1. janúar 2018 taka gildi lög nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Breytingin á við um 19. grein laganna sem fjallar um launajafnrétti.

#metoo á Íslandi

Hvarvetna í heiminum er nú mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og áreitni undir millumerkinu #metoo. Vakningunni er ætlað að draga ofbeldið fram í dagsljósið og breyta menningu samfélaga á þann hátt að kynbundið ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin.

Ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum

Velferðarráðuneytið vill vekja athygli á því að ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum á grundvelli staðalsins ÍST 85 var birt á vef stjórnartíðinda í síðustu viku og hefur fengið númerið 1030/2017.