Fréttir

Nýtt námskeið: Kynjuð fjárhagsáætlunargerð - aðferðir og framkvæmd

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands býður upp á nýtt námskeið um kynjaða fjárhagsáætlanagerð. Kynjuð hagstjórn er almennt skilgreind sem samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða við fjárhagslega áætlanagerð með það að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna.  Undanfarin ár hafa opinberir aðilar á Íslandi verið að tileinka sér kynjaða fjárlagagerð til að stuðla að í senn kynjajafnrétti og réttlátari dreifingu gæða og fjármuna. Formleg innleiðing aðferðarinnar hófst hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu árið 2009 og ný lög um opinber fjármál frá 2015 kveða á um að gerð frumvarps til fjárlaga skal taka mið að kynjaðri fjárlagagerð. Meðal sveitarfélaga hefur Reykjavíkurborg gengið lengst í að innleiða aðferðina, en relgur borgarinnar kveða á um að fjárhags- og starfsáætlunargerð skal byggjast á kynjaðri fjárhagsáætlunargerð.  Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu þátttakenda á hugmyndafræði og aðferðarfræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar og færni við að beita aðferðum hennar við áætlunargerð.  Í því felst að greina kynjaáhrif útgjalda og/eða þjónustu sem veitt er, endurmóta stefnumið og skiptingu fjármagns  sem og að flétta kynja- og jafnréttissjónarmiðum inn í öll ferli. 

Myndbandsupptökur frá ráðstefnu í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna var efnt til alþjóðlegrar hátíðarráðstefnu í Hörpu dagana 22.-23. október 2015. Ráðstefnan var tekin upp og nú eru erindi og annað efni aðgengilegt á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Ólíkir sjúkdómar herja á konur og karla

Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér athyglisverða samantekt á aldurs- og kynjadreifingu sjúklinga sem leita til sérfræðilækna. Almennt leita mun fleiri konur til sérfræðilækna en karlar og er margt athyglisvert að skoða hvað varðar einstakar sérgreinar. 

Námskeið um notkun og innleiðingu jafnlaunastaðals

Athygli er vakin á fjórum vinnustofum um jafnlaunastaðal sem boðað hefur verið til hjá Starfsmennt í lok janúar og byrjun febrúar nk. Markmiðið er að auka færni og þekkingu stjórnenda á vinnustöðum sem vilja auka gegnsæi og gæði launaákvarðana með notkun jafnlaunastaðals. Áhugasamir geta sótt stakar vinnustofur að eigin vali, eða allar í tímaröð, eftir áhuga og aðstæðum.

Byltingin 2015 - og hvað svo?

Að loknu byltingarlituðu 100 ára afmælisári kosningaréttar kvenna boða konur í stjórnmálaflokkunum sem sitja á Alþingi til málþings þar sem litið verður yfir stöðuna að loknu byltingarárinu 2015 og fjallað næstu skref feminískrar baráttu.  Einstaklingar sem tóku þátt í byltingarárinu 2015 munu halda áhugaverð erindi þar sem farið er yfir stöðu jafnréttismála, hindranir og framtíðarsýn í málaflokknum. Frummælendur taka þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum og tekið verður við spurningum úr sal.  Málþingið fer fram þann 20. janúar kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Solving the Nordic Gender Paradox: Gender Gaps in the Research and Innovation Area

Fimmtudaginn 14. janúar stendur Rannís í samvinnu við NordForsk fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun, Solving the Nordic Gender Paradox: Gender Gaps in the Research and Innovation Area. Fundurinn verður haldinn hjá Rannís, Borgartúni 30, í fundarsal á 3ju hæð kl. 10:00 - 12:00.

Skýrsla til Alþingis um stöðu kvenna á vinnumarkaði

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í skýrslunni er fjallað um ýmsar hliðar atvinnuþátttöku kvenna, nýtingu foreldra á fæðingarorlofsrétti, áhrif opinberra aðgerða á stöðu kynjanna frá efnahagshruninu 2008 og þróun launamunar kynja frá sama tíma.

Jóla- og nýárskveðjur

Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. 

Kynjuð fjárlagagerð leidd í lög

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á því að í nýjum lögum um opinber fjármál nr. 675/2015 sem samþykkt voru á Alþingi þann 19. desember er sérstök grein um kynjaða fjárlagagerð og jafnrétti.

Skýrsla um störf jafnréttisfulltrúa Stjórnarráðsins

 Jafnréttisfulltrúar Stjórnarráðsins hafa tekið saman skýrslu um störf sín á tímabilinu 2011-2014. Skýrslan byggist á starfsáætlun jafnréttisfulltrúanna sem tekur mið af jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins og verkefnum í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014.