Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2014 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili.
14.09.2015
Jafnréttisstofa fagnar 15 ára afmæli sínu þriðjudaginn 15. september. Af því tilefni er gestum og gangandi boðið til afmælismálþings og í súpu að Borgum við Norðurslóð á Akureyri.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flytur erindi um stöðu jafnréttismála fyrr og nú og gefur síðan körlum orðið í ljósi þess að íslenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn.
10.09.2015
Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum. Stjórnvöld og aðilar á vinnumarkaði hafa sammælst um það hlutverk setursins og hvatt til samstarfs við fjölmarga fræðslu- og mannauðssjóði, sem munu greiða leið sinna félagsmanna á námskeiðin. Markmiðið er að vinna að auknu launajafnrétti og tryggja að jafnverðmæt störf séu metin eins.
07.09.2015
Þann 18 september næstkomandi stendur Reykjavíkurborg fyrir málþingi um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun í Tjarnarsal Ráðhússins. Málþingið verður hluti af þeim 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur fyrir vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Meginþema málþingsins er staða kynjaðrar fjárhagsáætlunar í dag. Að auki verður því velt upp hvaða áhrif aukin pólitísk þátttaka kvenna hefur haft á rekstur hins opinbera. Diane Elson einn fremsti sérfræðingurinn á þessu sviði verður aðalræðukona og fleiri sérfræðingar á þessu sviði taka þátt.
03.09.2015
Jafnréttisstofa, Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, RIKK og fleiri aðilar standa að ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð, hinn 1. og 2. september 2015, á Grand hóteli í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Grænlandi og Íslandi.
19.08.2015
Jafnréttissjóður, sem starfar skv. reglum nr. 513/2006, auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2015.
02.07.2015
Í nýrri samantekt Ríkislögreglustjóra um jafnréttismál, fyrir árið 2014, kemur fram að hlutfall kvenna innan lögreglunnar var 13% og hefur lítið breyst síðustu ár. Í upphafi árs 2014 var engin kona yfirlögregluþjónn en flestar voru konur meðal lögreglufulltrúa, þá 15 af 82.
30.06.2015
Þann 19. júní síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun um að stofnaður verði Jafnréttissjóður Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2016–2020, 100 milljónir. kr. á ári.
25.06.2015
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er einn tíu þjóðarleiðtoga sem mun leiða nýtt alþjóðlegt verkefni sem kallast IMPACT 10x10x10 og er liður í HeForShe verkefni UN Women.
Verkefnið mun leiða saman tíu stjórnmálaleiðtoga, tíu alþjóðleg fyrirtæki og tíu háskólastofnanir með það að markmiði að stuðla að jafnrétti kynjanna með aukinni þátttöku karla í umræðu um jafnrétti.
24.06.2015
Ríkisstjórn Ísland samþykkti innleiðingaráætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð fyrir árin 2015 til 2019, á fundi sínum þann 19. júní síðastliðinn.
Í jafnréttislögum, lögum nr. 10/2008, segir að við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum ráðuneyta og opinberra stofnanna skuli kynjasamþættingar gætt. Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar (KHF) hófst á Íslandi árið 2009 og byggir á aðferðafræði kynjasamþættingar.
22.06.2015