Evrópusambandið hefur haft töluverð áhrif á þróun jafnréttismála innan aðildarríkja sinna. Kynjajafnrétti er eitt af grundvallaratriðum Evrópusamrunans og þarf að samþætta það inn í öll stefnumarkmið ESB. Agnès Hubert, sérfræðingur um jafnréttismál innan ESB, heldur erindi á tveim opnum fundum, á Akureyri og í Reykjavík.
19.06.2013
Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, að athöfninni lokinni verður gegnið að Hallveigarstöðum þar sem Kvenréttindafélagið og Kvenfélagasambandið bjóða til kaffisamsætis og flutt verða stutt ávörp í tilefni dagsins. Seinna um kvöldið býður Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands til messu við Þvottalaugarnar í Laugardal.
18.06.2013
Í tilefni kvenréttindadagsins þann 19. júní verður boðið upp á fyrstu kvennasögugönguna um Oddeyrina. Saga kvenna á eyrinni er mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni sáu t.d. um ýmiskonar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Örn Ingi Gíslason mun leiða gönguna og varpa ljósi á líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni.
13.06.2013
Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa gefið út bæklinginn "Býrð þú við ofbeldi?" með upplýsingum um birtingarmyndir heimilisofbeldis og hvar sé hægt að leita sér hjálpar. Gerð bæklingsins er hluti af árverkniverkefni Suðurnesjavaktarinnar sem tengist jafnframt áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum.
11.06.2013
Í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu eru kynntar niðurstöður nýrrar eigindlegrar rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ráðuneytið. Niðurstöðurnar veita mikilvæga innsýn í margbreytilegar birtingarmyndir ofbeldis gegn fötluðum konum, við hvers konar aðstæður það á sér stað og afleiðingarnar sem það hefur.
30.05.2013
Jafnréttisstofa vill vekja athygli á skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins Jafnrétti í háskólum á Íslandi; greining á stöðu jafnréttismála í háskólum á Íslandi. Í skýrslunni er að finna samantekt á stöðu jafnréttismála þar sem háskólarnir eru skoðaðir með tilliti til þriggja þátta: Hvort jafnréttisáætlun sé til staðar og þá hvort að henni sé framfylgt. Með hvaða hætti haldið er utan um jafnréttismál innan hvers skóla og hvort einhverju sé ábótavant. Þá var staða jafnréttismála skoðuð með hliðsjón af jafnréttislögum, lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
28.05.2013
Starfsfólk Jafnréttisstofu átti í síðustu viku fund með starfshópi Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í lögum og framkvæmd.
Starfshópurinn hefur frá komu sinni til landsins þann 16. maí hitt embættismenn í ráðuneytum og opinberum stofnunum en einnig fulltrúa ýmissa félagasamtaka til að afla sér upplýsinga um hvernig staða jafnréttismála er hér á landi. Starfshópurinn hefur sérstakan áhuga á að skoða lög, lagaumbætur og stefnumál sem ríkisstjórnin hefur komið í framkvæmd til að efla réttindi kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna. Hópurinn mun í framhaldinu leggja mat á hvaða áhrif fjármálahrunið árið 2008 hafði á réttindi kvenna og verða niðurstöðurnar kunngjörðar í skýrslu í júní 2014.
23.05.2013
Árið 2012 var 21% framkvæmdastjóra og 24% stjórnarformanna starfandi fyrirtækja sem skráð voru í hlutafélagaskrá kvenkyns. Hlutfall kvenna er hæst í minnstu fyrirtækjunum en minnkar eftir því sem fyrirtækin eru stærri. Þó hefur kvenkyns stjórnarformönnum fjölgað hlutfallslega mest á síðustu árum í fyrirtækjum með yfir 250 starfsmenn en hlutfall kvenna í þeim hópi fyrirtækja óx úr 9% í 15% milli 2011 og 2012 og hefur tvöfaldast frá árinu 2010.
16.05.2013
Þann 9. maí sl. varð Alþjóðlegi jafnréttisskólinn á Íslandi hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með undirritun þríhliða samstarfssamnings utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Háskóla Íslands þar að lútandi. Alþjóðlegi jafnréttisskólinn hefur starfað frá janúar 2009 þegar honum var komið á fót með samningi milli utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands. Skólinn var upphaflega starfræktur sem tilraunaverkefni með það að markmiði að verða síðar hluti af tengslaneti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, og er byggður á sömu hugmyndafræði og aðrir skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
15.05.2013
Í alþingiskosningum 27. apríl síðastliðinn varð breyting á hlutfalli kvenna á alþingi. Í kosningum árið 2009 var hlutfall kvenna 42,9% en er nú 39,7%.
03.05.2013