Í tilefni alþjólegs baráttudags kvenna þann 8.mars verður haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?“ Dagskráin er skipulögð í samstarfi ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Á dagskránni eru þrjú erindi sem öll fjalla um ungt fólk.
04.03.2013
Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) kemur fram að launamunur kynjanna sé 16,2%. Er þá um að ræða meðaltalsmun á tímakaupi kvenna og karla í öllum aðildarlöndum ESB. Dagurinn í dag, 28. febrúar, er 59. dagur ársins og markar því þann fjölda daga sem konur þurfa að vinna aukalega til þess að vinna sér inn jafn há laun og karlar á einu ári. Til að varpa ljósi á vandamálið og auðvelda aðildarríkjum ESB að vinna gegn launamisrétti hefur framkvæmdastjórnin tekið saman gögn og upplýsingar um fyrirmyndaaðgerðir.
28.02.2013
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði úttekt á launakjörum starfsfólks Akureyrarbæjar árið 2012 og var rannsókninni sérstaklega ætlað að varpa ljósi á hugsanlegan kynbundinn launamun meðal starfsmanna bæjarins.
25.02.2013
Félagsfræðingafélag Íslands og MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna standa fyrir málþingi þann 28. febrúar að Grand Hótel í Reykjavík um birtingarmyndir kynjanna í samfélaginu og sýnileg áhrif þeirra á félagslíf unglinga.
21.02.2013
VR hefur kynnt nýtt verkfæri til að uppræta kynbundið launamisrétti og jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun VR veitir fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að sýna að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum.
07.02.2013
Kennarar við kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa undanfarnar vikur staðið fyrir fundaröð um jafnréttismál tengd skólastarfi og mun deildin bjóða upp á þrjú jafnréttistorg í febrúar. Fyrirlestrarnir hafa verið mjög vel sóttir og hafa nemendur og kennarar úr skólum bæjarins hlýtt á og haft gagn og gaman af.
06.02.2013
Sendinefnd frá Íslandi sótti ráðstefnu á vegum finnska þingsins og utanríkiráðuneytisins og Evrópuráðsins í Helsinki sem haldin var 17. janúar sl. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir sendinefndinni sem samanstóð af Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Maríu Rún Bjarnadóttur, sérfræðingi innanríkisráðuneytisins í mannréttindamálum. Þuríður Backman alþingismaður sótti einnig fundinn fyrir hönd þingmannanefndar Evrópuráðsins.
22.01.2013
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað, til tveggja ára, aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til að vinna að launajafnrétti kynjanna.
09.01.2013