Fréttir

Tryggjum öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn koma að. Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu.

Ný kynjajafnréttisstefna Evrópuráðsins tekur mið af skuldbindingum Reykjavíkurfundar Evrópuráðsins

Kynjajafnréttisstefna fyrir árin 2024 til 2029 var samþykkt á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins þann 6. mars 2024 og byggir á skuldbindingum aðildaríkja Evrópuráðsins, tilmælum og leiðbeiningum varðandi kynjajafnréttismál.

Sjúkást farin í loftið

Sjötta útgáfa herferðarinnar Sjúkást er farin í loftið en fyrsta herferðin fór af stað árið 2018.

Smáraskóli er sigurvegari Sexunnar 2024!

Sexan er stuttmyndakeppni sem haldin er í janúar til febrúar ár hvert þar sem markmiðið er að ungt fólk fræði ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og eru viðfangsefnin: samþykki, nektarmyndir, tæling, og slagsmál ungmenna.

Fræðslumyndband um vinnumansal

Nýlega kom út stutt fræðslumyndband um helstu einkenni vinnumansals.

Herferðin Orðin okkar farin í loftið

Jafnréttisstofa hleypir af stokkunum herferðinni Orðin okkar til að hvetja fólk til umhugsunar um áhrifamátt orða sinna.

Sexan stuttmyndakeppni 2024 er hafin!

Opnað hefur verið fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk á landsvísu.

Merki fyrir jafnlaunastaðfestingu

Merki jafnlaunastaðfestingar verður nú veitt þeim fyrirtækjum sem hafa öðlast staðfestingu samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Jafnrétti í sveitarstjórnum

Í byggðaáætlun er nú samstarfsverkefni með það markmið að efla sveitarstjórnir og skapa aukna vitund um mikilvægi fjölbreyttra sjónarmiða innan þeirra.

Barna- og fjölskyldustofa birtir ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og ungmennum

Barna- og fjölskyldustofa hefur hannað og framleitt ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum sem nú eru aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar. Námskeiðin, sem ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri, eru afrakstur aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (forvarnaráætlun), þar sem megináherslan er lögð á að efla aldursmiðaða kennslu og forvarnir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.