Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði úttekt á launakjörum starfsfólks Akureyrarbæjar árið 2012 og var rannsókninni sérstaklega ætlað að varpa ljósi á hugsanlegan kynbundinn launamun meðal starfsmanna bæjarins.
25.02.2013
Félagsfræðingafélag Íslands og MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna standa fyrir málþingi þann 28. febrúar að Grand Hótel í Reykjavík um birtingarmyndir kynjanna í samfélaginu og sýnileg áhrif þeirra á félagslíf unglinga.
21.02.2013
VR hefur kynnt nýtt verkfæri til að uppræta kynbundið launamisrétti og jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun VR veitir fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að sýna að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum.
07.02.2013
Kennarar við kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa undanfarnar vikur staðið fyrir fundaröð um jafnréttismál tengd skólastarfi og mun deildin bjóða upp á þrjú jafnréttistorg í febrúar. Fyrirlestrarnir hafa verið mjög vel sóttir og hafa nemendur og kennarar úr skólum bæjarins hlýtt á og haft gagn og gaman af.
06.02.2013
Sendinefnd frá Íslandi sótti ráðstefnu á vegum finnska þingsins og utanríkiráðuneytisins og Evrópuráðsins í Helsinki sem haldin var 17. janúar sl. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir sendinefndinni sem samanstóð af Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Maríu Rún Bjarnadóttur, sérfræðingi innanríkisráðuneytisins í mannréttindamálum. Þuríður Backman alþingismaður sótti einnig fundinn fyrir hönd þingmannanefndar Evrópuráðsins.
22.01.2013
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað, til tveggja ára, aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til að vinna að launajafnrétti kynjanna.
09.01.2013
Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.
Jafnréttisstofa verður lokuð frá 24. des. til og með 1. janúar 2013.
24.12.2012
KPMG birti í gær niðurstöður könnunar meðal íslenskra stjórnarmanna annað árið í röð. Í könnuninni koma fram áhugaverðar niðurstöður meðal annars um ólík viðhorf kynjanna til kynjakvóta auk þess að konur og karlar sem sitja í stjórnum fyrirtækja hafa ólíkan bakgrunn.
19.12.2012
Hið gullna jafnvægi, vettvangur þeirra sem vilja stuðla að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjanleika og samhæfingu fjölskyldu- og atvinnulífs, er aftur komið í loftið.
18.12.2012
Samstarfshópur um 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stóð fyrir málþingi á Amtsbókasafninu á Akureyri í síðustu viku þar sem augum var sérstaklega beint að heimilisofbeldi og réttarstöðu kvenna af erlendum uppruna sem verða fyrir slíku ofbeldi hérlendis.
06.12.2012