Fréttir

Feður í samfélagi nútímans

Í tilefni af fyrsta feðradeginum á Íslandi, heldur Félag ábyrgra feðra, í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofu, ráðstefnu um stöðu feðra og barna á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica, sunnudaginn 12. nóvember, húsið opnar kl. 13:45.

Launajafnrétti... árið 2588?

Félagsmálaráðherra og Rannsóknarsetur í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst efna til málþings um launajafnréttismál næstkomandi föstudag 3. nóvember frá kl. 14 til 16. Meðal þátttakenda eru reyndir stjórnendur úr atvinnulífinu, fulltrúar launþega á almennum markaði og fulltrúar hins opinbera.

Konur, friður og öryggi.

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ávarp á opnum fundi öryggisráðs SÞ, fimmtudaginn 26. október sl., um ályktun öryggisráðsins nr. 1325 (2000) um konur, frið og öryggi.

Kynja- og jafnréttissjónarmið við fjárlagagerð

Skýrslan sem nú er komin út kynnir niðurstöðu þriggja ára verkefnis sem öll norðurlöndin komu að. Fjármálaráðherrar landanna og ráðherrar ábyrgir fyrir jafnréttismálum hafa tekið þátt í þróun verkefnisins, skipst á hugmyndum og reynslu sinni þegar kemur að samþættingu jafnréttissjónarmiða í fjárlagagerð.

Karlar ? jafnrétti og velferð

Norræn ráðstefna um karla, karlmennskur og jafnrétti kynjanna verður haldin í Osló í 6. febrúar. Markmið hennar er að taka saman fimm ára samstarf um karla, karlmennskur og jafnrétti einnig á að ræða framhald samstarfsins.

Ráðstefna um fjölskyldustefnu á Álandseyjum

Dagana 23.-24. nóvember verður ráðstefnan "Fjölskyldan- og velferðarkerfið á Norðurlöndunum - mismunandi leiðir og áhrif þeirra á jafnrétti kynjanna" haldin í Maríuhöfn.

Nýtt álit kærunefndar jafnréttismála birt

Málið sem um ræðir er nr, 5/2006 gegn Háskólanum á Akureyri.

Launamunur kynjanna helst óbreyttur

 

Málþing Jafnréttisráðs og afhending Jafnréttisviðurkenningar

Í ár fjallar málþing Jafnréttisráðs um konur og stjórnmál undir titlinum ,,Nýjar leiðir að stjórnmálajafnrétti". Lesið nánar um dagskrá og skráningu.

Öldin okkar? Konur tökum þátt!

Hvatningarfundur haldinn á Nordica Hóteli mánudaginn 9. október nk. kl. 20:00. Einnig í beinni útsendingu á netinu.