Í tilefni af fyrsta feðradeginum á Íslandi, heldur Félag ábyrgra feðra, í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofu, ráðstefnu um stöðu feðra og barna á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica, sunnudaginn 12. nóvember, húsið opnar kl. 13:45.
08.11.2006
Félagsmálaráðherra og Rannsóknarsetur í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst efna til málþings um launajafnréttismál næstkomandi föstudag 3. nóvember frá kl. 14 til 16. Meðal þátttakenda eru reyndir stjórnendur úr atvinnulífinu, fulltrúar launþega á almennum markaði og fulltrúar hins opinbera.
02.11.2006
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ávarp á opnum fundi öryggisráðs SÞ, fimmtudaginn 26. október sl., um ályktun öryggisráðsins nr. 1325 (2000) um konur, frið og öryggi.
30.10.2006
Skýrslan sem nú er komin út kynnir niðurstöðu þriggja ára verkefnis sem öll norðurlöndin komu að. Fjármálaráðherrar landanna og ráðherrar ábyrgir fyrir jafnréttismálum hafa tekið þátt í þróun verkefnisins, skipst á hugmyndum og reynslu sinni þegar kemur að samþættingu jafnréttissjónarmiða í fjárlagagerð.
27.10.2006
Norræn ráðstefna um karla, karlmennskur og jafnrétti kynjanna verður haldin í Osló í 6. febrúar. Markmið hennar er að taka saman fimm ára samstarf um karla, karlmennskur og jafnrétti einnig á að ræða framhald samstarfsins.
27.10.2006
Dagana 23.-24. nóvember verður ráðstefnan "Fjölskyldan- og velferðarkerfið á Norðurlöndunum - mismunandi leiðir og áhrif þeirra á jafnrétti kynjanna" haldin í Maríuhöfn.
26.10.2006
Málið sem um ræðir er nr, 5/2006 gegn Háskólanum á Akureyri.
26.10.2006
Í ár fjallar málþing Jafnréttisráðs um konur og stjórnmál undir titlinum ,,Nýjar leiðir að stjórnmálajafnrétti". Lesið nánar um dagskrá og skráningu.
12.10.2006
Hvatningarfundur haldinn á Nordica Hóteli mánudaginn 9. október nk. kl. 20:00. Einnig í beinni útsendingu á netinu.
09.10.2006